Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs
1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 471
Málsnúmer 1905015F
1.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram minnisblað frá Lárusi Bjarnasyni sýslumanni, sem styður frekar við umfjöllun um rekstrarstöðu embættisins, sem rædd var á fundi sýslumanns og bæjarráðs nú á vordögum.
Útlit er fyrir enn frekari skerðingu á þjónustu embættisins, t.d. á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og ítrekar að þjónusta sýslumannsembættisins á Austurlandi er íbúum svæðisins nauðsynleg. Miðað við núverandi fjárveitingar til embættisins er ljóst að ríkið er ekki að standa við að veita þá þjónustu í samræmi við þörf, lög og reglugerðir.
Bæjarstjórn felur bæjarráði að fylgja málinu eftir við Dómsmálaráðuneytið og þingmenn kjördæmisins, líkt og verið hefur undanfarin ár.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 472
Málsnúmer 1905021F
2.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs fór bæjarstjóri yfir samkomulag við Arkitektastofuna OG sem undirritað hefur verið, vegna uppbyggingar íþróttamiðstöðvarinnar og hönnun og breytinga innanhúss.
Einnig voru þar ræddar hugmyndir að endurbótum innanhúss og fyrirhugaða vinnu við þær útfærslur.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs staðfestir bæjarstjórn fram lagða samninga.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu áfram til vinnu við þróun stjórnsýslu vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaga sem nú er til skoðunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram minnisblað vegna Grænbókar um stefnu um málefni sveitarfélaga og aukalandsþings Sambandsins, sem halda á 6. september.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fulltrúar bæjarráðs og áheyrnarfulltrúi, auk bæjarstjóra sæki aukalandsþingið.
Bæjarstjórn beinir því til stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga að hefja þingið kl. 10.30, í stað kl. 10:00, þannig að þingfulltrúar af Austurlandi hafi tækifæri til að fljúga samdægurs á þingið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
3.Íþrótta- og tómstundanefnd - 53
Málsnúmer 1905010F
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að frá og með árinu 2019 standi sveitarfélagið fyrir kjöri íþróttafólks Fljótsdalshéraðs til að gera hátt undir höfði því góða starfi sem unnið er í íþrótta- og heilsueflingarmálum í sveitarfélaginu. Fyrir liggja reglur um hvernig staðið skuli að kjöri íþróttafólks Fljótsdalshéraðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi aukins áhuga íbúa og ferðafólks á útivist og heilsueflandi lífstíl tekur bæjarstjórn undir með íþrótta- og tómstundanefnd og telur rétt að farið verði í greiningu á því hvaða stígar og svæði henta vel til göngu, hlaupa og hjólreiða og mætti kynna sem slíka. Bæjarstjórn felur íþrótta- og tómstundanefnd að vinna áfram að málinu, taka saman upplýsingar og gera tillögu að því hvernig skipuleggja megi verkefnið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir mikilvægi þess að gangstígar og gangstéttir séu vel hreinsaðar í þeim tilgangi að auðvelda gangandi og hjólandi að komast leiðar sinnar. Áhersla hefur verið lögð á þetta undanfarin ár og samkvæmt gildandi skipulagi snjómoksturs í þéttbýli eru tilteknar gönguleiðir þegar í fyrsta forgangi og fer sú hreinsun fram samhliða forgangsmokstri á akstursleiðum. Aðrir stígar og gangstéttir eru mokaðar samhliða mokstri á íbúðagötum. Bæjarstjórn beinir því til þjónustumiðstöðvar að halda áfram að sinna mokstri gangstíga og gangstétta af kostgæfni og beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að kanna sérstaklega við næstu endurskoðun á skipulagi snjómoksturs hvort ástæða er til að skilgreina fleiri gönguleiðir í fyrsta eða öðrum forgangi við snjómokstur.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur til kynningar íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga á Fljótsdalshéraði sumarið 2019.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar því fjölbreytta framboði á tómstundastarfi fyrir börn og unglinga á Fljótsdalshéraði sumarið 2019 sem hér er kynnt og einnig að gefinn hafi verið út bæklingur með þessum upplýsingum á íslensku, ensku og pólsku.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
4.Félagsmálanefnd - 172
Málsnúmer 1905012F
-
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Drögum að fjárhagsáætlun félagsmálanefndar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagðar tillögur starfsmanna félagsmálanefndar um hækkun á tekju- og eignamörkum vegna sérstaks húsnæðisstuðnings skv. tillögum félagsmálaráðuneytis fyrir yfirstandandi ár. Félagsmálastjóra er falið að uppfæra viðmið í reglum sveitarfélagsins og birta á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
5.Atvinnu- og menningarnefnd - 88
Málsnúmer 1905016F
-
Bókun fundar
Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna endurnýjunar þaks á félagsheimilinu Hjaltalundi. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 29. apríl 2019. Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að þakið á Hjaltalundi er illa farið og þarfnast viðhalds. Fyrirhuguð er vinna á vegum sveitarfélagsins við s.k. Úthéraðsverkefni, sbr. mál 201809013, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að skoða möguleika Hjaltalundar sem t.d. gestastofu með fjölþætta starfsemi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar beinir bæjarstjórn því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að gera ráð fyrir fjármunum til viðhalds þaksins í áætlunum næstu ára.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 20. maí 2019, frá Leikhópnum Lottu með beiðni um stuðning vegna sýninga hópsins sem haldnar verða á Egilsstöðum í sumar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Leikhópurinn Lotta verði styrktur um kr. 50.000 Upphæðin verði tekin af lið 0581.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 113
7.Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi
8.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs
9.Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitingar í flokki II - N1 Egilsstaðir
Fundi slitið - kl. 18:45.
Fundargerðin lögð fram.