Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

296. fundur 05. júní 2019 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Steinar Ingi Þorsteinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 471

Málsnúmer 1905015F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 472

Málsnúmer 1905021F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.Íþrótta- og tómstundanefnd - 53

Málsnúmer 1905010F

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 3.2, 3.3 og 3.4. Björg Björnsdóttir sem ræddi lið 3.1, 3.3, 3.7 og 3.8. Anna Alexandersdóttir sem ræddi lið 3.8. Steinar Ingi Þorsteinsson sem ræddi lið 3.2.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að frá og með árinu 2019 standi sveitarfélagið fyrir kjöri íþróttafólks Fljótsdalshéraðs til að gera hátt undir höfði því góða starfi sem unnið er í íþrótta- og heilsueflingarmálum í sveitarfélaginu. Fyrir liggja reglur um hvernig staðið skuli að kjöri íþróttafólks Fljótsdalshéraðs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Í ljósi aukins áhuga íbúa og ferðafólks á útivist og heilsueflandi lífstíl tekur bæjarstjórn undir með íþrótta- og tómstundanefnd og telur rétt að farið verði í greiningu á því hvaða stígar og svæði henta vel til göngu, hlaupa og hjólreiða og mætti kynna sem slíka. Bæjarstjórn felur íþrótta- og tómstundanefnd að vinna áfram að málinu, taka saman upplýsingar og gera tillögu að því hvernig skipuleggja megi verkefnið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir mikilvægi þess að gangstígar og gangstéttir séu vel hreinsaðar í þeim tilgangi að auðvelda gangandi og hjólandi að komast leiðar sinnar. Áhersla hefur verið lögð á þetta undanfarin ár og samkvæmt gildandi skipulagi snjómoksturs í þéttbýli eru tilteknar gönguleiðir þegar í fyrsta forgangi og fer sú hreinsun fram samhliða forgangsmokstri á akstursleiðum. Aðrir stígar og gangstéttir eru mokaðar samhliða mokstri á íbúðagötum. Bæjarstjórn beinir því til þjónustumiðstöðvar að halda áfram að sinna mokstri gangstíga og gangstétta af kostgæfni og beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að kanna sérstaklega við næstu endurskoðun á skipulagi snjómoksturs hvort ástæða er til að skilgreina fleiri gönguleiðir í fyrsta eða öðrum forgangi við snjómokstur.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.7 201905098 Hreyfivika 2019
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggur til kynningar íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga á Fljótsdalshéraði sumarið 2019.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn fagnar því fjölbreytta framboði á tómstundastarfi fyrir börn og unglinga á Fljótsdalshéraði sumarið 2019 sem hér er kynnt og einnig að gefinn hafi verið út bæklingur með þessum upplýsingum á íslensku, ensku og pólsku.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Félagsmálanefnd - 172

Málsnúmer 1905012F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

5.Atvinnu- og menningarnefnd - 88

Málsnúmer 1905016F

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson sem ræddi lið 5.1. Gunnhildur Ingvarsdóttir sem ræddi lið 5.1. Björg Björnsdóttir sem ræddi lið 5.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna endurnýjunar þaks á félagsheimilinu Hjaltalundi. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 29. apríl 2019. Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að þakið á Hjaltalundi er illa farið og þarfnast viðhalds. Fyrirhuguð er vinna á vegum sveitarfélagsins við s.k. Úthéraðsverkefni, sbr. mál 201809013, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að skoða möguleika Hjaltalundar sem t.d. gestastofu með fjölþætta starfsemi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar beinir bæjarstjórn því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að gera ráð fyrir fjármunum til viðhalds þaksins í áætlunum næstu ára.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 20. maí 2019, frá Leikhópnum Lottu með beiðni um stuðning vegna sýninga hópsins sem haldnar verða á Egilsstöðum í sumar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Leikhópurinn Lotta verði styrktur um kr. 50.000 Upphæðin verði tekin af lið 0581.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 113

Málsnúmer 1905013F

Til máls tóku: Björg Björnsdóttir sem ræddi lið 6.2.

Fundargerðin lögð fram.

7.Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201802039

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti málið og lagði fram drög að bókun. Björg Björnsdóttir. Hannes Karl Hilmarsson. Gunnar Jónsson. Stefán Bogi Sveinsson sem lagði fram fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir. Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir. Gunnhildur Ingvarsdóttir sem lagði fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn.

Í októbermánuði 2018 samþykktu sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 29. maí. Skilabréfinu fylgja eftirtalin gögn:
-Skýrslan Sveitarfélagið Austurland-stöðugreining og forsendur dags. 27. maí 2019, sem unnin var af RR ráðgjöf ehf. að beiðni samstarfsnefndar.
-Tillaga að atkvæðaseðli vegna atkvæðagreiðslu íbúanna um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna.
-Tillaga að auglýsingu í Lögbirtingarblaði og fjölmiðlum um atkvæðagreiðsluna.

Samstarfsnefndin hefur komið saman á 15 bókuðum fundum. Hafa fundargerðir nefndarinnar komið til umfjöllunar sveitarfélaganna og verið birtar á vefsíðu verkefnisins svausturland.is. Samstarfsnefnd skipaði 6 starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópa eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins.
Það er álit Samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í eitt. Kynningarefni fyrir atkvæðagreiðslu mun byggja á þeirri greiningu og forsendum sem líst er í skýrslunni. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram 26. október 2019 í öllum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að atkvæðagreiðsla fari fram 26. október 2019 og felur samstarfsnefnd að kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum. Bæjarstjórn vísar málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806080

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að kjósa Skúla Björnsson sem aðalmann í félagsmálanefnd, í stað Gyðu Drafnar Hjaltadóttur sem beðist hefur lausnar frá stöfum í nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitingar í flokki II - N1 Egilsstaðir

Málsnúmer 201905036

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga í flokki II að Kaupvangi 4. Umsækjandi er N1 ehf, Jón Viðar Stefánsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.