Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna endurnýjunar þaks á félagsheimilinu Hjaltalundi. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 29. apríl 2019.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að þakið á Hjaltalundi er illa farið og þarfnast viðhalds. Fyrirhuguð er vinna á vegum sveitarfélagsins við s.k. Úthéraðsverkefni, sbr. mál 201809013, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að skoða möguleika Hjaltalundar sem t.d. gestastofu með fjölþætta starfsemi. Nefndin beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að gera ráð fyrir fjármunum til viðhalds þaksins í næstu áætlunum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
2.Reglur um listaverk í eigu sveitarfélagsins, valnefnd
Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 20. maí 2019, frá Leikhópnum Lottu með beiðni um stuðning vegna sýninga hópsins sem haldnar verða á Egilsstöðum í sumar.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Leikhópurinn Lotta verði styrktur um kr. 50.000.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.