Fyrir liggja reglur um listaverk í eigu sveitarfélagsins sem staðfestar voru 6. mars 2019, en samkvæmt þeim ber atvinnu- og menningarnefnd að tilnefna tvo fulltrúa í valnefnd, til tveggja ára, sem ásamt atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa gerir tillögur til nefndarinnar um kaup eða móttöku á listaverkum.
Benedikt Warén leggur til að Gissur Árnason skipi valnefnd ásamt Kristínu Hlíðkvist Skúladóttur. Tillagan felld með öllum greiddum atkvæðum.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að valnefndina skipi Skúli Björn Gunnarsson og Kristín Hlíðkvist Skúladóttir, ásamt atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa.