Hjaltalundur, ástand þaks

Málsnúmer 201904115

Atvinnu- og menningarnefnd - 86. fundur - 29.04.2019

Fyrir liggur úttekt sem Böðvar Bjarnason hjá EFLU gerði 12. apríl 2019 á þaki félagsheimilisins Hjaltalundar.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að gerð verði gróf kostnaðaráætlun vegan endurbyggingar á þaki Hjaltalundar. Starfsmanni falið að kalla eftir henni.

Samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá (ÍKH).

Atvinnu- og menningarnefnd - 88. fundur - 27.05.2019

Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna endurnýjunar þaks á félagsheimilinu Hjaltalundi. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 29. apríl 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að þakið á Hjaltalundi er illa farið og þarfnast viðhalds. Fyrirhuguð er vinna á vegum sveitarfélagsins við s.k. Úthéraðsverkefni, sbr. mál 201809013, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að skoða möguleika Hjaltalundar sem t.d. gestastofu með fjölþætta starfsemi.
Nefndin beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að gera ráð fyrir fjármunum til viðhalds þaksins í næstu áætlunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 90. fundur - 26.08.2019

Fyrir liggur minnisblað frá fundi 2. júlí 2019 með fulltrúum Hollvinasamtaka Hjaltalundar, ásamt fleiri gögnum er varða Hjaltalund.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að ítarlega sé farið yfir nauðsyn þess að gera við þakið á Hjaltalundi, þar sem úttekt sýnir að það sé lélegt. Nefndin hvetur umhverfis- og framkvæmdanefnd til að taka hugmyndir Hollvinasamtaka Hjaltalundar um framkvæmd verksins til skoðunar

Nefndin vekur athygli á að nú er að fara af stað starfshópur sem hefur það hlutverk að greina tækifæri í náttúruvernd og ferðaþjónustu á Úthéraði. Einnig er vakin athygli á því að á síðasta ári skilaði starfshópur af sér greinargerð um Úthéraðið þar sem frm komu ýmsar hugmyndir um nýtingu hússins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 117. fundur - 28.08.2019

Erindi frá Hollvinasamtökum Hjaltalundar vegna ástands á mannvirki.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd álítur nauðsynlegt að mótuð verði stefna um framtíðarnot Hjaltalundar áður en ráðist verður í kostnaðarsamar endurbætur á húsinu.

Erindinu er því vísað til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 480. fundur - 02.09.2019

Stefán Bogi Sveinsson vakti athygli á vanhæfi sínu, þar sem hann er í stjórn Hollvinasamtaka Hjaltalundar. Var vanhæfi hans samþykkt og kom Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður hans inn á fundinn undir þessum lið.

Kristjana fór yfir umræður sem urðu um málið á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar og einnig var farið yfir fyrri umfjöllun um endurnýjun þaksins á Hjaltalundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð beinir því til umhverfis-og framkvæmdanefndar að taka á næsta fundi sínum samtal við forsvarsmenn Hollvinasamtakanna um þá möguleika sem fyrir liggja varðandi endurbætur á Hjaltalundi og framtíðarnýtingu hússins tengda Út-Héraðsverkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 118. fundur - 11.09.2019

Erindi frá Hollvinasamtökum Hjaltalundar vegna ástands á mannvirki.

Frestað til næsta fundar að ósk Hollvinasamtaka Hjaltalundar.