Félagsmálanefnd

172. fundur 20. maí 2019 kl. 12:30 - 15:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varaformaður
  • Arna Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gyða Dröfn Hjaltadóttir aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1811055

Bókun í málinu færð í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
Anna Steinunn Árnadóttir, starfsmaður félagsþjónustu mætir fyrir nefndina og kynnir fyrsta mál á dagskrá.

2.Stefnumótun í málefnum barna

Málsnúmer 201902107

Lagt fram til kynningar

3.Fyrirspurn til Dómsmálaráðuneytisins er varðar kostnaðarþáttöku í barnavernd og félagsþjónustu.

Málsnúmer 201901116

Lagt fram til kynningar

4.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

Málsnúmer 201905074

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun 2020. Félagsmálanefnd samþykkir framlögð drög og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Gunnlaugur Sæbjörnsson mætir fyrir nefndina undir þessum lið.

5.Hækkun tekju og eignarmarka vegna sérstaks húsnæðisst. 2019

Málsnúmer 201905116

Félagsmálanefnd samþykkir framlagðar tillögur starfsmanna um hækkun á á tekju- og eignamörkum vegna sérstaks húsnæðisstuðnings skv. tillögum Félagsmálaráðuneytis fyrir yfirstandandi ár. Félagsmálastjóra er falið að uppfæra viðmið í reglum sveitarfélagsins og birta á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.
Guðbjörg Gunnarsdóttir mætir fyrir nefndina undir þessum lið.

6.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031

Félagsmálastjóri reifar málefni sviðsins síðan á síðasta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 15:00.