Íþrótta- og tómstundanefnd - 53
Málsnúmer 1905010F
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að frá og með árinu 2019 standi sveitarfélagið fyrir kjöri íþróttafólks Fljótsdalshéraðs til að gera hátt undir höfði því góða starfi sem unnið er í íþrótta- og heilsueflingarmálum í sveitarfélaginu. Fyrir liggja reglur um hvernig staðið skuli að kjöri íþróttafólks Fljótsdalshéraðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi aukins áhuga íbúa og ferðafólks á útivist og heilsueflandi lífstíl tekur bæjarstjórn undir með íþrótta- og tómstundanefnd og telur rétt að farið verði í greiningu á því hvaða stígar og svæði henta vel til göngu, hlaupa og hjólreiða og mætti kynna sem slíka. Bæjarstjórn felur íþrótta- og tómstundanefnd að vinna áfram að málinu, taka saman upplýsingar og gera tillögu að því hvernig skipuleggja megi verkefnið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir mikilvægi þess að gangstígar og gangstéttir séu vel hreinsaðar í þeim tilgangi að auðvelda gangandi og hjólandi að komast leiðar sinnar. Áhersla hefur verið lögð á þetta undanfarin ár og samkvæmt gildandi skipulagi snjómoksturs í þéttbýli eru tilteknar gönguleiðir þegar í fyrsta forgangi og fer sú hreinsun fram samhliða forgangsmokstri á akstursleiðum. Aðrir stígar og gangstéttir eru mokaðar samhliða mokstri á íbúðagötum. Bæjarstjórn beinir því til þjónustumiðstöðvar að halda áfram að sinna mokstri gangstíga og gangstétta af kostgæfni og beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að kanna sérstaklega við næstu endurskoðun á skipulagi snjómoksturs hvort ástæða er til að skilgreina fleiri gönguleiðir í fyrsta eða öðrum forgangi við snjómokstur.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur til kynningar íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga á Fljótsdalshéraði sumarið 2019.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar því fjölbreytta framboði á tómstundastarfi fyrir börn og unglinga á Fljótsdalshéraði sumarið 2019 sem hér er kynnt og einnig að gefinn hafi verið út bæklingur með þessum upplýsingum á íslensku, ensku og pólsku.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.