Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

472. fundur 03. júní 2019 kl. 08:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkra liði sem snúa að rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri ræddi fundardaga bæjarráðs nú í júní, þar sem næstu tveir mánudagar eru frídagar. Samþykkt að halda næsta bæjarráðsfund á hefðbundnum tíma föstudaginn 14. júní.

2.Fundargerð SvAUST 29.maí 2019

Málsnúmer 201905174Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir þau mál sem rædd voru á fundinum. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

3.Viðbygging við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum

Málsnúmer 201811081Vakta málsnúmer

Björn fór yfir samkomulag við Arkitektastofuna OG sem undirritað hefur verið vegna uppbyggingar íþróttamiðstöðvarinnar og hönnun og breytinga innanhúss. Bæjarráð staðfestir fram lagða samninga.
Einnig ræddar hugmyndir að endurbótum innanhúss og fyrirhugaða vinnu við þær útfærslur.

4.Breyttir kennsluhættir í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201808043Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna og samþykkt að vísa málinu áfram til vinnu við þróun stjórnsýslu vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaga sem nú er til skoðunar.

5.Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Málsnúmer 201905128Vakta málsnúmer

Samþykkt að óska eftir skype tengingu við fundinn, þar sem hann verður haldinn á fundardegi bæjarstjórnar.
Bæjarráð gerir það að tillögu sinni að skipa formann náttúruverndarnefndar og verkefnisstjóra umhverfismála sem tengiliði sveitarfélagsins í samstarfsvettvangnum.

6.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að kynningargrein og auglýsingum vegna opnunar á samfélagssmiðju að Miðvangi 31 og gerðar nokkrar breytingar á auglýsingatexta.
Einnig farið yfir tillögu að viðveruplani starfsmanna og kjörinna fulltrúa.
Starfsmönnum falið að ljúka frágangi auglýsinga og koma þeim á framfæri.

7.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806082Vakta málsnúmer

Björn kynnti svar Guðjóns Bragasonar hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga, varðandi fyrirspurn um málfrelsi bæjarstóra á fundum bæjarstjórnar og ákvæði í núverandi samþykktum Fljótsdalshéraðs þar um.
Stefnt að því að taka næstu umfjöllun um samþykktirnar á fundi bæjarráðs 24. júní.

8.Yfirlýsing vegna vísunar SGS og Eflingar á kjaraviðræðum við SNS til ríkissáttasemjara

Málsnúmer 201905178Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Fjölmiðlun í fjórðungnum

Málsnúmer 201905180Vakta málsnúmer

Farið yfir bréf frá Sverri Mar Albertssyni, varðandi fjölmiðlun í fjórðungum og útgáfu Austurgluggans og Austurfréttar.
Bæjarráð þakkar Sverri fyrir erindið og bendir á að sveitarfélagið mun eftir sem áður reyna að nýta auglýsingaþjónustu þessara miðla.

10.Samráðsgátt - Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga

Málsnúmer 201905045Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað vegna Grænbókar um stefnu um málefni sveitarfélaga og aukalandsþings Sambandsins, sem halda á 6. september.
Bæjarráð beinir því til stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga að hefja þingið kl. 10.30, í stað kl. 10:00, þannig að þingfulltrúar af Austurlandi hafi tækifæri til að fljúga samdægurs á þingið.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar bæjarráðs og áheyrnarfulltrúi, auk bæjarstjóra sæki aukalandsþingið.

Fundi slitið.