Boðað hefur verið til fundar þar sem fulltrúar sveitarfélaga á Austurlandi munu hitta fulltrúa úr starfshópi um stefnu ríkisins um málefni sveitarfélaga. Fulltrúar úr bæjarráði munu sitja þann fund og kynna sér málið nánar og koma á framfæri upplýsingum eftir því sem þörf krefur.
Málinu að öðru leyti frestað til fundar bæjarráðs 3. júní.
Lagt fram minnisblað vegna Grænbókar um stefnu um málefni sveitarfélaga og aukalandsþings Sambandsins, sem halda á 6. september. Bæjarráð beinir því til stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga að hefja þingið kl. 10.30, í stað kl. 10:00, þannig að þingfulltrúar af Austurlandi hafi tækifæri til að fljúga samdægurs á þingið. Bæjarráð samþykkir að fulltrúar bæjarráðs og áheyrnarfulltrúi, auk bæjarstjóra sæki aukalandsþingið.
Fulltrúar úr bæjarráði munu sitja þann fund og kynna sér málið nánar og koma á framfæri upplýsingum eftir því sem þörf krefur.
Málinu að öðru leyti frestað til fundar bæjarráðs 3. júní.