Samráðsgátt - Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga

Málsnúmer 201905045

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 470. fundur - 13.05.2019

Boðað hefur verið til fundar þar sem fulltrúar sveitarfélaga á Austurlandi munu hitta fulltrúa úr starfshópi um stefnu ríkisins um málefni sveitarfélaga.
Fulltrúar úr bæjarráði munu sitja þann fund og kynna sér málið nánar og koma á framfæri upplýsingum eftir því sem þörf krefur.

Málinu að öðru leyti frestað til fundar bæjarráðs 3. júní.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 472. fundur - 03.06.2019

Lagt fram minnisblað vegna Grænbókar um stefnu um málefni sveitarfélaga og aukalandsþings Sambandsins, sem halda á 6. september.
Bæjarráð beinir því til stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga að hefja þingið kl. 10.30, í stað kl. 10:00, þannig að þingfulltrúar af Austurlandi hafi tækifæri til að fljúga samdægurs á þingið.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar bæjarráðs og áheyrnarfulltrúi, auk bæjarstjóra sæki aukalandsþingið.