Ruth Magnúsdóttir mætti á fundinn fyrir hönd grunnskólastjóra til að endurvekja umræðu um breytta kennsluhætti með bættum tæknilausnum sem er verkefni sem kynnt hefur verið fyrir fræðslunefnd. Hún benti m.a. á samkeppnishæfi skóla og nemenda í þessu samhengi og sagði frá heimsókn í grunnskóla í Fjarðabyggð í því sambandi. Hún minnti á mikilvægi þess að ekki væri aðeins um tæknivæðingu skólanna að ræða heldur jafnframt bæði tæknilegan og kennslufræðilegan stuðning til að tryggja sem markvissasta nýtingu búnaðarins.
Fræðslunefnd fer fram á að fá endurskoðaða tillögu að innleiðingu breyttra kennsluhátta í grunnskólunum með uppfærðri kostnaðaráætlun í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun í vor.
Áætlun grunnskóla Fljótsdalshéraðs um breytta kennsluhætti lögð fram og kynnt. Fræðslunefnd óskar eftir að fá tækifæri til að kynna málið fyrir bæjarráði sem fyrst, þar sem ljóst er að verkefnið mun hafa áhrif á fjárhagsáætlunargerð ársins.
Til fundarins mættu Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður fræðslunefnda og Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla, til að fara yfir hugmyndir að breyttum kennsluháttum í grunnskólum. Þar er lögð áhersla á nýtingu Chromebook tölva, auk spjaldtölva við kennslu. Sigurbjörg fór yfir hugmyndir skólafólks að breytingum í þessum málum og kynnti bæjarráði, ásamt áætlun skólanna um þessa breytingu. Einnig rætt um mögulega fjármögnun á verkefninu og hvernig hægt væri að útfæra það áfram. Að lokinni ágætri kynningu var Berlindi og Sigurbjörgu þökkuð koman og veittar upplýsingar. Málið verður áfram í vinnslu.
Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, mætti á fund nefndarinnar og minnti á fyrri bókun fræðslunefndar varðandi uppbyggingu á upplýsingatækni í grunnskólum frá 22.október sl.
Fræðslunefnd ítrekar fyrri niðurstöðu nefndarinnar og leggur áherslu á að uppbygging tækni í skólum sameinaðs sveitarfélags verði sett í algjöran forgang við skiptingu fjármagns frá Jöfnunarsjóði til innviða. Það er afar mikilvægt að tryggja samkeppnishæfi nemenda og kennara í nútímasamfélagi og þetta er ein forsenda þess. Sömuleiðis er minnt á mikilvægi þess að fjölgað verði starfsmönnum við upplýsingatækni á miðlægu sviði til að sinna þjónustu við skólastofnanir.
Lagt fram til kynningar.