Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

274. fundur 09. apríl 2019 kl. 16:00 - 18:40 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Sigurður Gunnarsson varaformaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson aðalmaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Björg Björnsdóttir aðalmaður
  • Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Þórhalla Sigmundsdóttir, Margrét Sigfúsdóttir og Þorvaldur Hjarðar tóku þátt í fundinum undir liðum 1 og 2. Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, tók þátt í fundinum undir lið 1. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir og Bríet Finnsdóttir mættu á fundinn undir liðum 2 og 3. Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum tók þátt í fundinum undir lið 3.

1.Breyttir kennsluhættir í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201808043Vakta málsnúmer

Ruth Magnúsdóttir mætti á fundinn fyrir hönd grunnskólastjóra til að endurvekja umræðu um breytta kennsluhætti með bættum tæknilausnum sem er verkefni sem kynnt hefur verið fyrir fræðslunefnd. Hún benti m.a. á samkeppnishæfi skóla og nemenda í þessu samhengi og sagði frá heimsókn í grunnskóla í Fjarðabyggð í því sambandi. Hún minnti á mikilvægi þess að ekki væri aðeins um tæknivæðingu skólanna að ræða heldur jafnframt bæði tæknilegan og kennslufræðilegan stuðning til að tryggja sem markvissasta nýtingu búnaðarins.

Fræðslunefnd fer fram á að fá endurskoðaða tillögu að innleiðingu breyttra kennsluhátta í grunnskólunum með uppfærðri kostnaðaráætlun í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun í vor.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Húsnæðismál Fellaskóla og Tónlistarskólans í Fellabæ

Málsnúmer 201904022Vakta málsnúmer

Rætt um þrengsli og viðhaldsþörf í húsnæði Fellaskóla og Tónlistarskólans í Fellabæ.

Fræðslunefnd fer þess á leit við Eignasjóð að fá yfirlit yfir það viðhald sem gert er ráð fyrir að unnið verði í ár og hefur verið unnið í Fellaskóla undanfarin 10 ár. Jafnframt fer nefndin þess á leit að fá yfirlit yfir viðhaldskostnaðarþátt í reiknaðri innri leigu á sama tíma.

Fræðslunefnd gerir að tillögu sinni að þeim starfshópi sem hefur hafið störf vegna hliðstæðrar aðstöðu í húsnæði Egilsstaðaskóla verði falið að skoða húsnæðismál í Fellaskóla í ljósi þessa erindis samhliða þeirri vinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


3.Starfsmannamál - tónlistarskólar

Málsnúmer 201904023Vakta málsnúmer

Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum, kynnti erindið sem varðar starfsþróunaráætlun fyrir kennara tónlistarskólans.

Fræðslunefnd tekur vel í erindið og hvetur til að horft til verði til þessa við gerð fjárhagsáætlunar skólans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020

Málsnúmer 201904021Vakta málsnúmer

Til kynningar.

5.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.