Húsnæðismál Fellaskóla og Tónlistarskólans í Fellabæ

Málsnúmer 201904022

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 274. fundur - 09.04.2019

Rætt um þrengsli og viðhaldsþörf í húsnæði Fellaskóla og Tónlistarskólans í Fellabæ.

Fræðslunefnd fer þess á leit við Eignasjóð að fá yfirlit yfir það viðhald sem gert er ráð fyrir að unnið verði í ár og hefur verið unnið í Fellaskóla undanfarin 10 ár. Jafnframt fer nefndin þess á leit að fá yfirlit yfir viðhaldskostnaðarþátt í reiknaðri innri leigu á sama tíma.

Fræðslunefnd gerir að tillögu sinni að þeim starfshópi sem hefur hafið störf vegna hliðstæðrar aðstöðu í húsnæði Egilsstaðaskóla verði falið að skoða húsnæðismál í Fellaskóla í ljósi þessa erindis samhliða þeirri vinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.