Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir sat fundinn undir liðum 1-5 sem áheyrnarfulltrúi grunnskólastjóra. Sigríður Herdís Pálsdóttir og Jóhanna Harðardóttir sátu fundinn undir liðum 5-8 sem áheyrnarfulltrúar leikskóla.
Áætlun grunnskóla Fljótsdalshéraðs um breytta kennsluhætti lögð fram og kynnt. Fræðslunefnd óskar eftir að fá tækifæri til að kynna málið fyrir bæjarráði sem fyrst, þar sem ljóst er að verkefnið mun hafa áhrif á fjárhagsáætlunargerð ársins.
Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 og vísar frekari afgreiðslu áætlunarinnar til bæjarráðs. Nefndin vekur athygli á fjárhagslegum áhrifum verkefnis um breytta kennsluhætti í grunnskólum sem fjallað er um í lið 4.