Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

276. fundur 09. maí 2019 kl. 16:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Sigurður Gunnarsson varaformaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Björg Björnsdóttir aðalmaður
  • Einar Tómas Björnsson varamaður
  • Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir sat fundinn undir liðum 1-5 sem áheyrnarfulltrúi grunnskólastjóra. Sigríður Herdís Pálsdóttir og Jóhanna Harðardóttir sátu fundinn undir liðum 5-8 sem áheyrnarfulltrúar leikskóla.

1.Fræðslusvið - starfsmannamál

Málsnúmer 201905054

Til kynningar.

2.Fundargerð skólaráðs Egilsstaðaskóla frá 6. maí 2019

Málsnúmer 201905050

Lagt fram til kynningar.

3.Skóladagatal Fellaskóla 2019-2020

Málsnúmer 201905052

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatal Fellaskóla 2019-2020 með fyrirvara um samþykki skólaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Breyttir kennsluhættir í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201808043

Áætlun grunnskóla Fljótsdalshéraðs um breytta kennsluhætti lögð fram og kynnt. Fræðslunefnd óskar eftir að fá tækifæri til að kynna málið fyrir bæjarráði sem fyrst, þar sem ljóst er að verkefnið mun hafa áhrif á fjárhagsáætlunargerð ársins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020

Málsnúmer 201904183

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 og vísar frekari afgreiðslu áætlunarinnar til bæjarráðs. Nefndin vekur athygli á fjárhagslegum áhrifum verkefnis um breytta kennsluhætti í grunnskólum sem fjallað er um í lið 4.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skóladagatal Hádegishöfða 2019-2020

Málsnúmer 201905053

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatal Hádegishöfða 2019-2020 með fyrirvara um samþykki starfsmanna og foreldraráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skóladagatal Tjarnarskógar 2019-2020

Málsnúmer 201905051

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatal Tjarnarskógar 2019-2020 með fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsóknir í leikskóla - staða mála

Málsnúmer 201905055

Til kynningar.

9.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.