Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

471. fundur 27. maí 2019 kl. 08:15 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra fjármálatengda liði, svo sem innheimtu staðgreiðslu ársins og stöðufund með Motus vegna milliinnheimtu á síðasta ári.
Einnig kynnti Björn væntanlegan fund með Lögreglustjóra og fulltrúum frá sveitarfélögunum, bæði vegna almannavarna og löggæslu í umdæminu.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

Málsnúmer 201905074

Guðlaugur fjármálastjóri fór yfir samantekt sína á frumáætlun nefnda fyrir árið 2020, ásamt þriggja ára áætlun og bar saman við tölur síðustu ára.
Málið áfram í vinnslu.

3.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806082

Í vinnslu.

4.Fundargerð SvAust 8. maí 2019

Málsnúmer 201905091

Björn fór yfir umræður á fundinum og samstarfið við Vegagerðina varðandi samningar um almenningssamgöngur.

5.Fundargerð 11. fundar stjórnar SSA

Málsnúmer 201905092

Farið yfir það helsta sem rætt var á fundinum, en hann var haldinn 2. apríl sl.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

6.Rekstrarvandi Sýslumannsins á Austurlandi

Málsnúmer 201903002

Lagt fram minnisblað frá Lárusi Bjarnasyni sýslumanni, sem styður frekar við umfjöllun um rekstrarstöðu embættisins, sem rædd var á fundi sýslumanns og bæjarráðs nú á vordögum.
Útlit er fyrir enn frekari skerðingu á þjónustu embættisins, t.d. á Egilsstöðum.
Bæjarráð ítrekar að þjónusta sýslumannsembættisins á Austurlandi er íbúum svæðisins nauðsynleg, en miðað við núverandi fjárveitingar til embættisins er ljóst að ríkið er ekki að standa við að veita þá þjónustu í samræmi við þörf, lög og reglugerðir.
Bæjarráð mun fylgja málinu eftir við Dómsmálaráðuneytið og þingmenn kjördæmisins, líkt og verið hefur undanfarin ár.

7.Breyttir kennsluhættir í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201808043

Til fundarins mættu Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður fræðslunefnda og Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla, til að fara yfir hugmyndir að breyttum kennsluháttum í grunnskólum.
Þar er lögð áhersla á nýtingu Chromebook tölva, auk spjaldtölva við kennslu.
Sigurbjörg fór yfir hugmyndir skólafólks að breytingum í þessum málum og kynnti bæjarráði, ásamt áætlun skólanna um þessa breytingu.
Einnig rætt um mögulega fjármögnun á verkefninu og hvernig hægt væri að útfæra það áfram.
Að lokinni ágætri kynningu var Berlindi og Sigurbjörgu þökkuð koman og veittar upplýsingar. Málið verður áfram í vinnslu.

8.Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Málsnúmer 201905128

Boðað er til stofnfundar þann 19. júní n.k. og óskað eftir því að skipaður verði tengiliður, hafi sveitarfélög áhuga á málinu. Frestur er til 14. júní.
Tilnefningu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

9.Aðild að RS Raforku

Málsnúmer 201905140

Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið gerist aðili að útboði Ríkiskaupa að raforkukaupum.

10.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004

Farið var yfir verkefnaskilgreiningu frá starfshópnum varðandi starfsemi í Miðvangi 31 og einnig tillögu að mönnun á þeim dögum sem skilgreindir eru sem opnunardagar.
Samþykkt að fara betur yfir mönnunarplanið og skipulag viðverutíma á næsta fundi, þegar betri upplýsingar liggja fyrir um lok framkvæmda í húsinu.

11.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál.

Málsnúmer 201905124

Lagt fram til kynningar.

12.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál.

Málsnúmer 201905123

Lagt fram til kynningar.

13.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál.

Málsnúmer 201905125

Lagt fram til kynningar.

14.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.

Málsnúmer 201905126

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.