Skólastjórnendur leik-, grunn- og tónlistarskóla sátu fundinn undir fyrsta lið á dagskránni.
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Helena Rós Einarsdóttir, Þórunn Guðgeirsdóttir og Bára Stefánsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-6. Skólastjórnendur leik-, grunn- og tónlistarskóla sátu fundinn undir lið 1. Skólastjórar grunnskólanna fylgdu síðan eftir þeim liðum á dagskrá fundarins sem varða þeirra skóla sérstaklega.
1.Áhrif nýrrar persónuverndarlöggjafar á starfsemi á fræðslusviði
Aron Thorarensen, verkefnisstjóri innleiðingar nýrrar persónuverndarlöggjafar í sveitarfélaginu mætti á fund nefndarinnar og fór yfir áætlun fyrir innleiðinguna og kynnti ýmsa þætti sem snúa að stofnunum á fræðslusviði sérstaklega. Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, lagði ríka áherslu á að fram færi frumfræðsla til starfsmanna, foreldra og nemenda um framkvæmd og áhrif þessarar nýju löggjafar sem allra fyrst og jafnframt að hafin væri vinna við miðlægar verklagsreglur fyrir stofnanirnar.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Það verður að teljast með ólíkindum að hið opinbera hafi ekki undirbúið betur innleiðingu jafn viðamikilla laga og ný persónuverndarlög eru. Enn á ný sitja sveitarfélög uppi með risavaxið verkefni sem þeim er ætlað að leysa á örskömmum tíma þó það snerti starfsemi allra stofnana sveitarfélagsins. Þannig er fjölmörgum spurningum ósvarað hvað varðar áhrif laganna á skólaumhverfið nú þegar allir skólar landsins eru að hefja starfsemi sína. Skorað er á ríkið að koma með afgerandi hætti að þessari vinnu, t.a.m. með ráðgjöf og fræðslu.
Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti erindið. Ljóst er að vegna aðstæðna í nemendahópnum hefur skapast aukin stuðningsþörf. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að brugðist verði við þeirri þörf, en fer þess á leit að leitast verði við að mæta afleiddum kostnaði innan samþykktrar fjárhagsáætlunar eftir því sem unnt er.
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Helena Rós Einarsdóttir, Þórunn Guðgeirsdóttir og Bára Stefánsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-6. Skólastjórnendur leik-, grunn- og tónlistarskóla sátu fundinn undir lið 1. Skólastjórar grunnskólanna fylgdu síðan eftir þeim liðum á dagskrá fundarins sem varða þeirra skóla sérstaklega.