Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

284. fundur 21. janúar 2020 kl. 16:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson aðalmaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Sigurður Gunnarsson varaformaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Þorvaldur Hjarðar og Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir sátu fundinn undir liðum 2-3. Tryggvi Hermannsson, áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla, sat fundinn undir lið 2. Skólastjórnendur fylgdu eftir málum sem vörðuðu þeirra skóla sérstaklega.

1.Innri leiga fræðslustofnana

Málsnúmer 202001080Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson, mætti á fund nefndarinnar og kynnti forsendur og útreikning innri leigu fasteigna sveitarfélagsins. Jafnframt sýndi hann fundarmönnum yfirlit yfir viðhald og framkvæmdir við húsnæði fræðslustofnana á undanförnum árum.

Til kynningar.

2.Tónlistarlína við Menntaskólann á Egilsstöðum

Málsnúmer 202001081Vakta málsnúmer

Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum, kynnti tónlistarlínu við Menntaskólann á Egilsstöðum sem komið var á í október sl. Um er að ræða samstarf Tónlistarskólans og Menntaskólans.

Lagt fram til kynningar.

3.Breyttir kennsluhættir í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201808043Vakta málsnúmer

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, mætti á fund nefndarinnar og minnti á fyrri bókun fræðslunefndar varðandi uppbyggingu á upplýsingatækni í grunnskólum frá 22.október sl.

Fræðslunefnd ítrekar fyrri niðurstöðu nefndarinnar og leggur áherslu á að uppbygging tækni í skólum sameinaðs sveitarfélags verði sett í algjöran forgang við skiptingu fjármagns frá Jöfnunarsjóði til innviða. Það er afar mikilvægt að tryggja samkeppnishæfi nemenda og kennara í nútímasamfélagi og þetta er ein forsenda þess. Sömuleiðis er minnt á mikilvægi þess að fjölgað verði starfsmönnum við upplýsingatækni á miðlægu sviði til að sinna þjónustu við skólastofnanir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Þjónusta sveitafélaga 2019, könnun

Málsnúmer 202001083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.