Atvinnu- og menningarnefnd - 88

Málsnúmer 1905016F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 296. fundur - 05.06.2019

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson sem ræddi lið 5.1. Gunnhildur Ingvarsdóttir sem ræddi lið 5.1. Björg Björnsdóttir sem ræddi lið 5.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna endurnýjunar þaks á félagsheimilinu Hjaltalundi. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 29. apríl 2019. Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að þakið á Hjaltalundi er illa farið og þarfnast viðhalds. Fyrirhuguð er vinna á vegum sveitarfélagsins við s.k. Úthéraðsverkefni, sbr. mál 201809013, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að skoða möguleika Hjaltalundar sem t.d. gestastofu með fjölþætta starfsemi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar beinir bæjarstjórn því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að gera ráð fyrir fjármunum til viðhalds þaksins í áætlunum næstu ára.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 20. maí 2019, frá Leikhópnum Lottu með beiðni um stuðning vegna sýninga hópsins sem haldnar verða á Egilsstöðum í sumar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Leikhópurinn Lotta verði styrktur um kr. 50.000 Upphæðin verði tekin af lið 0581.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.