Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

278. fundur 04. júlí 2018 kl. 17:00 - 19:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson forseti
 • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
 • Steinar Ingi Þorsteinsson 2. varaforseti
 • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
 • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
 • Hrefna Hlín Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 430

Málsnúmer 1806008FVakta málsnúmer

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
 • 1.1 201801001 Fjármál 2018
  Bókun fundar Til kynningar.
 • 1.2 201806117 Fundir bæjarráðs
  Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Varðandi fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs á komandi sumri samþykkir bæjarstjórn tillögu bæjarráðs um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði frá og með 5. júlí og til og með 13. ágúst. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður 22. ágúst, þó svo að hefðbundinn fundartími bæjarstjórnar ætti að vera 15. ágúst.
  Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að bæjarráð fari með fullnaðarafgreiðsluumboð mála frá og með 5. júlí til og með 13. ágúst, sbr. 5. mgr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
  Fundir bæjarráðs á sumarleyfistíma bæjarstjórnar verða 9. júlí, 16. júlí og 13. ágúst. Bæjarráð verði auk þess kallað saman til funda ef þörf krefur.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  Afgreiðsla bæjarráðs að öðru leyti staðfest.

 • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn beinir því til stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, að boðað verði til hluthafafundar í HEF og að þar verið gengið frá skipan nýrrar stjórnar hitaveitunnar.
  Bæjarstjórn samþykkir að veita Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra, umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á hluthafafundi HEF, varamaður Björns skal vera Stefán Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu
 • Bókun fundar Sjá lið 8 í þessari fundargerð.
 • Bókun fundar Í vinnslu
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma upplýsingum um fundinn til viðkomandi aðila innan sveitarfélagsins.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að gefa tveimur fulltrúum tækifæri á að taka þátt í ráðstefnunni og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var farið yfir ýmsa kosti varðandi tölvuumhverfi bæjarfulltrúa og hvaða fyrirkomulag henti best fyrir þá. Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála sat fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir valkostina og aðgangsmál.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að kjörnir bæjarfulltrúar fái styrk í upphafi kjörtímabils til kaupa á tölvubúnaði vegna starfa þeirra fyrir sveitarfélagið út kjörtímabilið. Styrkupphæðin verði kr. 150.000 og færist á lið 2101. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að skoða útfærslu á styrkveitingunni. Um uppsetningu leyfa og hugbúnaðar á viðkomandi tölvur gildi sömu reglur og um tölvubúnað starfsmanna sveitarfélagsins.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 431

Málsnúmer 1806015FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 2.7. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 2.7. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 2.7 og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 2.7.

Fundargerðin lögð fram.
 • 2.1 201801001 Fjármál 2018
  Bókun fundar Lagt fram.
 • 2.2 201802012 Landbótasjóður 2018
  Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • 2.3 201806159 Fjarðarheiðargöng.
  Bókun fundar Í bæjarráði var lagður fram tölvupóstur frá bæjarstjóra Seyðisfjarðar, varðandi fyrirhugaðan fund með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna Fjarðarheiðarganga og mögulega aðkomu Fljótsdalshéraðs að þeim fundi.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur vel í þátttöku í slíkum fundi og felur bæjarstjóra að koma að undirbúningi hans fyrir hönd sveitarfélagsins.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 2.4 201806160 Aðalfundur SSA 2018
  Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna kynningarfundar um stofnun þjóðgarðs á Miðhálendinu.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjóra falið að vera í sambandi við ráðuneytið um tímasetningu fundarins.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við útikörfuboltavöllinn sem áformað er að fara í á þessu ári. Jafnframt fór hann yfir fund sem hann átti með fulltrúum körfuknattleiksdeildar Hattar vegna málsins. Fram kom að framkvæmdin mun verða að öllu leyti á hendi sveitarfélagsins.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið fari í framkvæmdina. Stefnt er að því að jarðvegsframkvæmdir verði á þessu ári og framkvæmdinni verði lokið um mitt næsta ár. Starfsmönnum framkvæmdasviðs falið að vinna málið áfram í samráði við umhverfis- og framkvæmdanefnd.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 2.7 201806166 Opin stjórnsýsla.
  Bókun fundar Á fundi bæjarráðs fór Steinar Þorsteinsson yfir hugmyndir L-listans að opnari stjórnsýslu og hvernig hægt væri að vinna að þeim málum. Einnig hvernig hægt væri að auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku.

  Eftirfarandi tillaga lög fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa þessum hugmyndum inn í vinnu við endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að boðað verði til aðalfundar í félaginu mánudaginn 9. júlí nk. og að bæjarstjóri fari með hlut sveitarfélagsins á fundinum. Jafnframt leggur bæjarstjórn til að fulltrúar í bæjarráði skipi stjórn félagsins.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að boðað verði til aðalfundar í félaginu mánudaginn 9. júlí nk. og að bæjarstjóri fari með hlut sveitarfélagsins á fundinum. Jafnframt leggur bæjarstjórn til að fulltrúar í bæjarráði skipi stjórn félagsins.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 71

Málsnúmer 1806010FVakta málsnúmer

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 93

Málsnúmer 1805020FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina, lagði fram drög að bókunum og ræddi einnig liði 4.12, 4.13, 4.17 og 4.21. Steinar Ingi Þorsteinsson, sem lagði fram tillögu fh. minnihlutans vegna liðar 4.21. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi tillöguna og kynnti bókun og frávísunartillögu. Hrefna Hlín Sigurðardóttir, sem lagði fram og kynnti tillögu vegna liðar 4.21. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.21 og framlagða tillögu. Einnig ræddi hann lið 4.1. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.1. og 4.21 og kynnti breytingartillögu við tillögu minnihlutans og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.21 og breytingatillögu Stefáns Boga.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Stefáni Sveinssyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu skemmu í landi Útnyrðingsstaða.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu. Lagt er til að erindið verði kynnt Minjastofnun.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá umsókn frá Elís B. Eiríkssyni fyrir Miðás ehf. um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Miðás 9.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að erindi fái afgreiðslu samkvæmt 44. gr. laga nr. 123/2010.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir umsókn frá Bjarna Kristni Kjartanssyni um byggingarleyfi vegna breytingar á Laufási 14.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að erindið fái afgreiðslu samkvæmt 44. gr. laga nr. 123/2010.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá Einari Ben Þorsteinssyni um stofnun lóðar úr landi Storms á Völlum.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa það til afgreiðslu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá Einari Ben Þorsteinssyni um bygging á hesthúsi að Stormi.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu. Lagt er til að erindið verði kynnt Minjastofnun.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá Borgþóri Svavarssyni um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi að Hurðarbaki 1.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu. Lagt er til að erindið verði kynnt Minjastofnun.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá Jörundi Hilmari Ragnarssyni um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Furuvöllum 5.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að erindið fái afgreiðslu samkvæmt 44. gr. laga nr. 123/2010.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá umsókn frá Rarik um lóð fyrir spennistöð að Selbrekku 2.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn úthlutun lóðarinnar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Fossvallavegar nr. 9196-01 af vegaskrá.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og mótmælir niðurfellingu Fossvallavegar af vegaskrá, þó búseta sé þar ekki um stundarsakir.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá fyrirspurn um stefnu varðandi vöxt á lúpínu innan sveitafélagsins.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir það verklag sem er viðhaft til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu innan þéttbýlis. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að unnið verði að greiningu á vexti og útbreiðslu lúpínu innan Fljótsdalshéraðs.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var farið yfir áherslur í umhverfismálum og ásýnd sveitarfélagsins. Lögð var fram skýrsla Teiknistofunnar AKS um aðkomu í þéttbýli Egilsstaða og Fellabæjar.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til að tillögur skýrslunnar verði hafðar til hliðsjónar við gerð framkvæmda- og fjárhagsáætlana. Bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd hvetja stofnanir sveitarfélagsins til að ganga fram með góðu fordæmi hvað varðar umgengni og lóðafrágang.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá að skipa fulltrúa í byggingarnefnd viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar skipar bæjarstjórn Benedikt Hlíðar Stefánsson í byggingarnefnd viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fram er komin fyrirspurn til umhverfis- og framkvæmdanefndar frá Höskuldi R. Höskuldssyni um lóðir að Bláargerði 4-6, 8-10 og 12-14 og breytingar á skipulagi.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi suðursvæðis Egilsstaða í samræmi við ósk Höskuldar R. Höskuldssonar, ef samningar nást við Höskuld um lóðarúthlutun og framkvæmdatíma og verði málsmeðferð í samræmi við 44. gr. laga nr. 123/2010.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í umhverfis- og framkvæmdanefnd var tekin til umfjöllunar breyting á Kröflulínu 3 þar sem fyrirhuguð er breyting á lagnalínu á um 10 km kafla innan Fljótsdalshéraðs.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingu aðalskipulags í samræmi við tillögu Landsnets um legu Kröflulínu 3 og hún fái afgreiðslu í samræmi við 30. gr. laga nr. 123/2010.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Erindi frá Minjastofnun Íslands vegna deiliskipulags Möðrudals á Fjöllum.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010 og gögn verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar. Ef Skipulagsstofnun samþykkir málsmeðferð verði deiliskipulag auglýst í B- deild stjórnartíðinda.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá LOGG landfræði og ráðgjöf slf. fyrir hönd Jökuldals slf. þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að farið verði í breytingar á aðalskipulagi í samræmi við erindi LOGG landfræði og ráðgjöf slf. og jafnframt verði samþykkt að heimila landeigendum gerð deiliskipulags.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Minnihlutinn lagði fram eftirfarandi tillögu:
  Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til forseta bæjarstjórnar að kanna hvort bæjarfulltrúar séu mögulega vanhæfir til að fjalla um tiltekin mál Hitaveitunnar á grundvelli 17. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs um hæfi til þátttöku í meðferð og afgreiðslu einstakra mála og á grundvelli 20. greinar sveitarstjórnarlaga er fjallar um hæfi til þátttöku í meðferð og afgreiðslu einstakra mála. Í síðarnefndu greininni segir m.a.:
  „Í öðrum tilvikum en skv. 1. mgr. ber sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Þessi regla tekur einnig til gerðar samninga fyrir hönd sveitarfélags.“
  Sömuleiðis segir í 20. gr. sveitarstjórnarlaga:
  „Sveitarstjórnarmaður eða nefndarmaður sem er vanhæfur til meðferðar máls má ekki taka þátt í meðferð þess eða hafa áhrif á það með öðrum hætti og skal ávallt yfirgefa fundarsal við meðferð þess og afgreiðslu.“
  Samkvæmt þessari sömu grein sveitarstjórnarlaga skal sveitarstjórnarmaður, nefndarfulltrúi eða starfsmaður sveitarfélags sem veit hæfi sitt eða annars orka tvímælis án tafar vekja athygli oddvita, formanns nefndar eða næsta yfirmanns á því.
  Bæjarstjórn Fljótsdalshérað beinir því til forseta að frekari afgreiðsla á málefnum Hitaveitunnar bíði þar til hann hefur lokið könnun sinni.

  Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
  Tillaga minnihlutans sem snýr að meintu vanhæfi bæjarfulltrúa er ekki í samræmi við þær reglur sem gilda um afgreiðslu vanhæfis undir einstökum málum í bæjarstjórn. Að auki er hún svo óljós að efni til að ómögulegt er annað en leggja til að henni verði vísað frá.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Lagt er til að tillögunni verði vísað frá.

  Forseti tók frávísunartillöguna til afgreiðslu og opnaði mælendaskrá um hana, en enginn kvaddi sér hljóðs.

  Frávísunartillagan borin upp og samþykkt með 5 atkv. meirihluta gegn 4 atkv. minnihluta.


  Minnihlutinn lagði fram eftirfarandi tillögu:
  Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til bæjarstjóra og stjórnar HEF veiti bæjarfulltrúum aðgang að gögnum sem og greiningum á öllum valkostum sem skoðaðir voru fyrir framtíðarskipulag fráveitu sveitarfélagsins. Ósk þessi er í samræmi við 21. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs um aðgang að gögnum en þar segir:
  „Vegna starfa sinna í bæjarstjórn á sérhver bæjarfulltrúi rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélagsins og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúi skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu og stofnunum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og rekstur. Óski bæjarfulltrúi gagna skal hann beina því til bæjarstjóra og viðkomandi embættismanns, sem veita honum afrit af gögnum og upplýsingum. Að jafnaði skal miðað við að aðgangur að umbeðnum gögnum sé veittur innan þriggja virkra daga frá því að beiðni barst.“

  Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi breytingatillögu við ofangreinda tillögu:
  Að í stað orðanna, beinir því til bæjarstjóra og stjórnar HEF ..., komi: Beinir því til bæjarráðs að vinna að því að veita ...

  Breytingatillagan borin upp og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  Tillaga minnihlutans, með framangreindri breytingu, svo borin upp og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  Málið er í vinnslu að öðru leyti.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 263

Málsnúmer 1806009FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Berglind H. Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu fræðslunefndar skipar bæjarstjórn Berglindi Hörpu Svavarsdóttur sem fulltrúa nefndarinnar í byggingarnefnd viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og beinir því til starfshóps um endurskoðun samþykkta að kanna hvort ekki sé rétt að bæta við 3. grein samþykkta fræðslunefndar lið er fjalli um starfsfólk skólanna. Jafnframt er því beint til starfshópsins að skilgreind verði nánar þau atriði þar sem fræðslustjóri hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
 • Bókun fundar Til kynningar.

6.Náttúruverndarnefnd - 9

Málsnúmer 1806013FVakta málsnúmer

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 6.1.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Afgreiðsla náttúruverndarnefndar staðfest.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og er sammála því að unnið verði út frá sviðsmynd 3 þar sem gert er ráð fyrir að unnið verði heildarskipulag fyrir Selskóg og svæði í Miðhúsaskógi sem er í eigu Fljótsdalshéraðs. Þó er lögð áhersla á að í þeirri vinnu verði skoðað að friðlýsa svæðið, í heild eða hluta, í samræmi við áherslur í gildandi aðalskipulagi og upplýsingar um sérstöðu svæðisins sem komið hafa fram í náttúruverndaráætlunum.
  Umhverfis- og framkvæmdanefnd er falið að vinna málið áfram á grundvelli sviðsmyndar 3.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Til fundar náttúruverndarnefndar komu Þorvaldur P. Hjarðar og Þórhallur Þorsteinsson frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. Fóru þeir yfir erindi félagsins þar sem óskað er eftir framlagi til landvörslu í samvinnu við Seyðisfjarðarkaupstað og Borgarfjarðarhrepp frá árinu 2019.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd, lýsir yfir ánægju með störf Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að eflingu ferðamennsku og náttúruverndar á svæðinu. Bæjarstjórn og náttúruverndarnefnd eru sammála því að mikilvægt er að efla sjálfbæra uppbyggingu ferðamannastaða í sátt við umhverfi og samfélag m.a. með því að auka landvörslu.
  Málið kemur til afgreiðslu í bæjarstjórn þegar það hefur hlotið umfjöllun í atvinnu- og menningarnefnd.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.

7.Félagsmálanefnd - 165

Málsnúmer 1806007FVakta málsnúmer

Bókanir nefndarinnar voru færðar í trúnaðarmálabók.

8.Ráðningarsamningur bæjarstjóra

Málsnúmer 201806081Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi ráðningarsamning við Björn Ingimarsson bæjarstjóra.
Samningurinn verður aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins, eins og verið hefur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 2018-2019

Málsnúmer 201806113Vakta málsnúmer

Anna Alexandersdóttir kynnti málefnasamning meirihlutans og helstu áherslur hans, en hann er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins og Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi einnig málefnasamninginn.

Lagður fram til kynningar.

10.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806080Vakta málsnúmer

Breyting á skipan varamanns í stjórn HEF.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að Skúli Björnsson verði varamaður L-listans í stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella, í stað Steinars Inga Þorsteinssonar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipan fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Aðalmenn verði: Guðfinna Harpa Árnadótir og Kjartan Róbertsson og varamenn: Karl Lauritzson og Freyr Ævarsson.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipan í heilbrigðisnefnd Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að aðalmaður verði Davíð Þór Sigurðarson og varamaður verði Benedikt Hlíðar Stefánsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipan eins fulltrúa í ráðgjafanefnd Landbótasjóðs Norður-Héraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Baldur Grétarsson verði fulltrúi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Tilnefning í stjórn Náttúrustofu Austurlands, einn fulltrúi og einn tilnefndur sameiginlega með Fjarðabyggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Gunnar Jónssson fulltrúa sveitarfélagsins og til vara verði Stefán Bogi Sveinsson.
Sameiginlegur fulltrúi Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar verði Líneik Anna Sævarsdóttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:45.