Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 430
Málsnúmer 1806008F
.1
201801001
Fjármál 2018
Bókun fundar
Til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Varðandi fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs á komandi sumri samþykkir bæjarstjórn tillögu bæjarráðs um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði frá og með 5. júlí og til og með 13. ágúst. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður 22. ágúst, þó svo að hefðbundinn fundartími bæjarstjórnar ætti að vera 15. ágúst.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að bæjarráð fari með fullnaðarafgreiðsluumboð mála frá og með 5. júlí til og með 13. ágúst, sbr. 5. mgr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fundir bæjarráðs á sumarleyfistíma bæjarstjórnar verða 9. júlí, 16. júlí og 13. ágúst. Bæjarráð verði auk þess kallað saman til funda ef þörf krefur.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Afgreiðsla bæjarráðs að öðru leyti staðfest.
-
Bókun fundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn beinir því til stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, að boðað verði til hluthafafundar í HEF og að þar verið gengið frá skipan nýrrar stjórnar hitaveitunnar.
Bæjarstjórn samþykkir að veita Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra, umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á hluthafafundi HEF, varamaður Björns skal vera Stefán Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu
-
Bókun fundar
Sjá lið 8 í þessari fundargerð.
-
Bókun fundar
Í vinnslu
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma upplýsingum um fundinn til viðkomandi aðila innan sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að gefa tveimur fulltrúum tækifæri á að taka þátt í ráðstefnunni og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs var farið yfir ýmsa kosti varðandi tölvuumhverfi bæjarfulltrúa og hvaða fyrirkomulag henti best fyrir þá. Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála sat fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir valkostina og aðgangsmál.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að kjörnir bæjarfulltrúar fái styrk í upphafi kjörtímabils til kaupa á tölvubúnaði vegna starfa þeirra fyrir sveitarfélagið út kjörtímabilið. Styrkupphæðin verði kr. 150.000 og færist á lið 2101. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að skoða útfærslu á styrkveitingunni. Um uppsetningu leyfa og hugbúnaðar á viðkomandi tölvur gildi sömu reglur og um tölvubúnað starfsmanna sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.