Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 93

Málsnúmer 1805020F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 04.07.2018

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina, lagði fram drög að bókunum og ræddi einnig liði 4.12, 4.13, 4.17 og 4.21. Steinar Ingi Þorsteinsson, sem lagði fram tillögu fh. minnihlutans vegna liðar 4.21. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi tillöguna og kynnti bókun og frávísunartillögu. Hrefna Hlín Sigurðardóttir, sem lagði fram og kynnti tillögu vegna liðar 4.21. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.21 og framlagða tillögu. Einnig ræddi hann lið 4.1. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.1. og 4.21 og kynnti breytingartillögu við tillögu minnihlutans og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.21 og breytingatillögu Stefáns Boga.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Stefáni Sveinssyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu skemmu í landi Útnyrðingsstaða.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu. Lagt er til að erindið verði kynnt Minjastofnun.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá umsókn frá Elís B. Eiríkssyni fyrir Miðás ehf. um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Miðás 9.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að erindi fái afgreiðslu samkvæmt 44. gr. laga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir umsókn frá Bjarna Kristni Kjartanssyni um byggingarleyfi vegna breytingar á Laufási 14.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að erindið fái afgreiðslu samkvæmt 44. gr. laga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá Einari Ben Þorsteinssyni um stofnun lóðar úr landi Storms á Völlum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa það til afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá Einari Ben Þorsteinssyni um bygging á hesthúsi að Stormi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu. Lagt er til að erindið verði kynnt Minjastofnun.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá Borgþóri Svavarssyni um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi að Hurðarbaki 1.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu. Lagt er til að erindið verði kynnt Minjastofnun.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá Jörundi Hilmari Ragnarssyni um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Furuvöllum 5.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að erindið fái afgreiðslu samkvæmt 44. gr. laga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá umsókn frá Rarik um lóð fyrir spennistöð að Selbrekku 2.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn úthlutun lóðarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Fossvallavegar nr. 9196-01 af vegaskrá.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og mótmælir niðurfellingu Fossvallavegar af vegaskrá, þó búseta sé þar ekki um stundarsakir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá fyrirspurn um stefnu varðandi vöxt á lúpínu innan sveitafélagsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir það verklag sem er viðhaft til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu innan þéttbýlis. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að unnið verði að greiningu á vexti og útbreiðslu lúpínu innan Fljótsdalshéraðs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var farið yfir áherslur í umhverfismálum og ásýnd sveitarfélagsins. Lögð var fram skýrsla Teiknistofunnar AKS um aðkomu í þéttbýli Egilsstaða og Fellabæjar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til að tillögur skýrslunnar verði hafðar til hliðsjónar við gerð framkvæmda- og fjárhagsáætlana. Bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd hvetja stofnanir sveitarfélagsins til að ganga fram með góðu fordæmi hvað varðar umgengni og lóðafrágang.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá að skipa fulltrúa í byggingarnefnd viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar skipar bæjarstjórn Benedikt Hlíðar Stefánsson í byggingarnefnd viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fram er komin fyrirspurn til umhverfis- og framkvæmdanefndar frá Höskuldi R. Höskuldssyni um lóðir að Bláargerði 4-6, 8-10 og 12-14 og breytingar á skipulagi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi suðursvæðis Egilsstaða í samræmi við ósk Höskuldar R. Höskuldssonar, ef samningar nást við Höskuld um lóðarúthlutun og framkvæmdatíma og verði málsmeðferð í samræmi við 44. gr. laga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í umhverfis- og framkvæmdanefnd var tekin til umfjöllunar breyting á Kröflulínu 3 þar sem fyrirhuguð er breyting á lagnalínu á um 10 km kafla innan Fljótsdalshéraðs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingu aðalskipulags í samræmi við tillögu Landsnets um legu Kröflulínu 3 og hún fái afgreiðslu í samræmi við 30. gr. laga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Erindi frá Minjastofnun Íslands vegna deiliskipulags Möðrudals á Fjöllum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010 og gögn verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar. Ef Skipulagsstofnun samþykkir málsmeðferð verði deiliskipulag auglýst í B- deild stjórnartíðinda.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá LOGG landfræði og ráðgjöf slf. fyrir hönd Jökuldals slf. þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að farið verði í breytingar á aðalskipulagi í samræmi við erindi LOGG landfræði og ráðgjöf slf. og jafnframt verði samþykkt að heimila landeigendum gerð deiliskipulags.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Minnihlutinn lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til forseta bæjarstjórnar að kanna hvort bæjarfulltrúar séu mögulega vanhæfir til að fjalla um tiltekin mál Hitaveitunnar á grundvelli 17. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs um hæfi til þátttöku í meðferð og afgreiðslu einstakra mála og á grundvelli 20. greinar sveitarstjórnarlaga er fjallar um hæfi til þátttöku í meðferð og afgreiðslu einstakra mála. Í síðarnefndu greininni segir m.a.:
    „Í öðrum tilvikum en skv. 1. mgr. ber sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Þessi regla tekur einnig til gerðar samninga fyrir hönd sveitarfélags.“
    Sömuleiðis segir í 20. gr. sveitarstjórnarlaga:
    „Sveitarstjórnarmaður eða nefndarmaður sem er vanhæfur til meðferðar máls má ekki taka þátt í meðferð þess eða hafa áhrif á það með öðrum hætti og skal ávallt yfirgefa fundarsal við meðferð þess og afgreiðslu.“
    Samkvæmt þessari sömu grein sveitarstjórnarlaga skal sveitarstjórnarmaður, nefndarfulltrúi eða starfsmaður sveitarfélags sem veit hæfi sitt eða annars orka tvímælis án tafar vekja athygli oddvita, formanns nefndar eða næsta yfirmanns á því.
    Bæjarstjórn Fljótsdalshérað beinir því til forseta að frekari afgreiðsla á málefnum Hitaveitunnar bíði þar til hann hefur lokið könnun sinni.

    Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    Tillaga minnihlutans sem snýr að meintu vanhæfi bæjarfulltrúa er ekki í samræmi við þær reglur sem gilda um afgreiðslu vanhæfis undir einstökum málum í bæjarstjórn. Að auki er hún svo óljós að efni til að ómögulegt er annað en leggja til að henni verði vísað frá.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Lagt er til að tillögunni verði vísað frá.

    Forseti tók frávísunartillöguna til afgreiðslu og opnaði mælendaskrá um hana, en enginn kvaddi sér hljóðs.

    Frávísunartillagan borin upp og samþykkt með 5 atkv. meirihluta gegn 4 atkv. minnihluta.


    Minnihlutinn lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til bæjarstjóra og stjórnar HEF veiti bæjarfulltrúum aðgang að gögnum sem og greiningum á öllum valkostum sem skoðaðir voru fyrir framtíðarskipulag fráveitu sveitarfélagsins. Ósk þessi er í samræmi við 21. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs um aðgang að gögnum en þar segir:
    „Vegna starfa sinna í bæjarstjórn á sérhver bæjarfulltrúi rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélagsins og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúi skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu og stofnunum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og rekstur. Óski bæjarfulltrúi gagna skal hann beina því til bæjarstjóra og viðkomandi embættismanns, sem veita honum afrit af gögnum og upplýsingum. Að jafnaði skal miðað við að aðgangur að umbeðnum gögnum sé veittur innan þriggja virkra daga frá því að beiðni barst.“

    Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi breytingatillögu við ofangreinda tillögu:
    Að í stað orðanna, beinir því til bæjarstjóra og stjórnar HEF ..., komi: Beinir því til bæjarráðs að vinna að því að veita ...

    Breytingatillagan borin upp og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Tillaga minnihlutans, með framangreindri breytingu, svo borin upp og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Málið er í vinnslu að öðru leyti.