Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

263. fundur 26. júní 2018 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir varaformaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson aðalmaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Björg Björnsdóttir aðalmaður
  • Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir og Freyr Ævarsson sátu fundinn undir 1. lið á dagskránni.

1.Tilnefning fulltrúa fræðslunefndar í byggingarnefnd viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða

Málsnúmer 201806129

Fræðslunefnd tilnefnir Berglindi Hörpu Svavarsdóttur sem fulltrúa nefndarinnar í bygginganefnd viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samþykktir og starfsemi fræðslunefndar

Málsnúmer 201806127

Fræðslunefnd beinir því til starfshóps um endurskoðun samþykkta að kanna hvort ekki sé rétt að bæta við 3. grein samþykkta fræðslunefndar lið er fjalli um starfsfólk skólanna. Jafnframt er því beint til starfshópsins að skilgreind verði nánar þau atriði þar sem fræðslustjóri hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundarliðnum að öðru leyti frestað.

3.Fundartímar fræðslunefndar

Málsnúmer 201806128

Fræðslunefnd leggur til að fundartímar nefndarinnar verði framvegis á þriðjudögum kl. 16:00 í fundarvikum nefnda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Fundi slitið - kl. 18:00.