Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 431

Málsnúmer 1806015F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 04.07.2018

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 2.7. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 2.7. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 2.7 og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 2.7.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • .3 201806159 Fjarðarheiðargöng.
    Bókun fundar Í bæjarráði var lagður fram tölvupóstur frá bæjarstjóra Seyðisfjarðar, varðandi fyrirhugaðan fund með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna Fjarðarheiðarganga og mögulega aðkomu Fljótsdalshéraðs að þeim fundi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur vel í þátttöku í slíkum fundi og felur bæjarstjóra að koma að undirbúningi hans fyrir hönd sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .4 201806160 Aðalfundur SSA 2018
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna kynningarfundar um stofnun þjóðgarðs á Miðhálendinu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjóra falið að vera í sambandi við ráðuneytið um tímasetningu fundarins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við útikörfuboltavöllinn sem áformað er að fara í á þessu ári. Jafnframt fór hann yfir fund sem hann átti með fulltrúum körfuknattleiksdeildar Hattar vegna málsins. Fram kom að framkvæmdin mun verða að öllu leyti á hendi sveitarfélagsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið fari í framkvæmdina. Stefnt er að því að jarðvegsframkvæmdir verði á þessu ári og framkvæmdinni verði lokið um mitt næsta ár. Starfsmönnum framkvæmdasviðs falið að vinna málið áfram í samráði við umhverfis- og framkvæmdanefnd.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .7 201806166 Opin stjórnsýsla.
    Bókun fundar Á fundi bæjarráðs fór Steinar Þorsteinsson yfir hugmyndir L-listans að opnari stjórnsýslu og hvernig hægt væri að vinna að þeim málum. Einnig hvernig hægt væri að auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa þessum hugmyndum inn í vinnu við endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að boðað verði til aðalfundar í félaginu mánudaginn 9. júlí nk. og að bæjarstjóri fari með hlut sveitarfélagsins á fundinum. Jafnframt leggur bæjarstjórn til að fulltrúar í bæjarráði skipi stjórn félagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að boðað verði til aðalfundar í félaginu mánudaginn 9. júlí nk. og að bæjarstjóri fari með hlut sveitarfélagsins á fundinum. Jafnframt leggur bæjarstjórn til að fulltrúar í bæjarráði skipi stjórn félagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.