Náttúruverndarnefnd - 9

Málsnúmer 1806013F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 04.07.2018

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 6.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Afgreiðsla náttúruverndarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og er sammála því að unnið verði út frá sviðsmynd 3 þar sem gert er ráð fyrir að unnið verði heildarskipulag fyrir Selskóg og svæði í Miðhúsaskógi sem er í eigu Fljótsdalshéraðs. Þó er lögð áhersla á að í þeirri vinnu verði skoðað að friðlýsa svæðið, í heild eða hluta, í samræmi við áherslur í gildandi aðalskipulagi og upplýsingar um sérstöðu svæðisins sem komið hafa fram í náttúruverndaráætlunum.
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd er falið að vinna málið áfram á grundvelli sviðsmyndar 3.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Til fundar náttúruverndarnefndar komu Þorvaldur P. Hjarðar og Þórhallur Þorsteinsson frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. Fóru þeir yfir erindi félagsins þar sem óskað er eftir framlagi til landvörslu í samvinnu við Seyðisfjarðarkaupstað og Borgarfjarðarhrepp frá árinu 2019.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd, lýsir yfir ánægju með störf Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að eflingu ferðamennsku og náttúruverndar á svæðinu. Bæjarstjórn og náttúruverndarnefnd eru sammála því að mikilvægt er að efla sjálfbæra uppbyggingu ferðamannastaða í sátt við umhverfi og samfélag m.a. með því að auka landvörslu.
    Málið kemur til afgreiðslu í bæjarstjórn þegar það hefur hlotið umfjöllun í atvinnu- og menningarnefnd.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.