Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

281. fundur 19. september 2018 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Steinar Ingi Þorsteinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 438

Málsnúmer 1809001F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 439

Málsnúmer 1809007F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 73

Málsnúmer 1809002F

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 97

Málsnúmer 1808019F

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 4.15.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest. ??
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá að ganga frá götuheitum og staðfangaskrá í þéttbýlinu á Hallormsstað.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ónefnd gata á Hallormsstað fái heitið Staðargata.
    Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að ljúka við frágang á götuheitum og staðfangaskrá í þéttbýlinu á Hallormsstað í samráði við hlutaðeigandi aðila.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja hugmyndir um útlit skilta í skiltastanda sem voru áður til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd 11. apríl 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi hugmyndir um útlit skilta og skiltastanda. Áfram verði unnið að verkefninu hjá sveitarfélaginu þannig að endurnýjun á þeim stöndum sem fyrir eru verði lokið á fyrri hluta næsta árs. Lögð er áhersla á að, til viðbótar við stofnkostnað við skilti, verði hóflegt árgjald innheimt af fyrirtækjum sem kjósa að setja skilti í skiltastanda sveitarfélagsins. Þannig verði því fylgt eftir að auglýsingar fyrirtækja sem ekki eru lengur í rekstri falli sjálfkrafa af skiltastöndum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Erindi frá íbúa um uppsetningu á spegli við gatnamót Lagarfells og Lágafells.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur starfsmönnum þjónustumiðstöðvar að ljúka við uppsetningu spegils við gatnamót Lagarfells og Lágafells hið fyrsta.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Erindi af Betra Fljótsdalshéraði um uppsetningu á hraðahindrun í götunni Kelduskógum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar innsent erindi. Ekki er stefnt að uppsetningu hraðahindrunar að svo stöddu, en gangbraut verður merkt með gangbrautarskilti. Samhliða verður skoðuð afstaða gangbrautahliða.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrirhugað byggingarleyfi hefur verið í grenndarkynningu frá 9. ágúst sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið þar sem athugasemdir hafa ekki borist í grenndarkynningu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi í landi Eyjólfsstaða.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að erindið fái afgreiðslu í samræmi við 3. málsgrein 43. gr. Skipulagslaga.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 4.12 201808014 Þjóðgarðastofnun
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sparkvöllur, sem áður var á Hallormsstað, verði settur upp á Suðursvæði í samræmi við gildandi deiliskipulag.

    Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (GI)
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar fór byggingar- og skipulagsfulltrúi yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

    Málið áfram í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri brú við Klaustursel.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framkvæmdaleyfi fyrir nýrri brú, með fyrirvara um umsögn Minjastofnunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Erindi frá Lárusi Dvalinssyni þar sem óskað er eftir styrk til slóðagerðar í Sauðahlíðum vestan Kaldár, innst i Fram-Tungum í landi Fossvalla og Sellands.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarstjórn erindinu þar sem það er í ósamræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008- 2028 (sjá kafla 9.14 Óbyggð svæði).

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 265

Málsnúmer 1809004F

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.2.

Fundargerðin lögð fram.

6.Siðareglur kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 201809066

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem las og kynnti siðareglurnar. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi grein 2 og bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Fyrir fundinum lágu siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Fljótsdalshéraði, en reglurnar voru samþykktar í bæjarstjórn 19. júní 2013 og hlutu staðfestingu ráðuneytis sveitarstjórnarmála 11. desember sama ár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi siðareglur haldi gildi sínu. Jafnframt er því beint til kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins að staðfesta vilja sinn til að starfa samkvæmt reglunum með undirritun, sbr. ákvæði 10. gr. reglnanna. Bæjarstjóra er falið að sjá til þess að kjörnum fulltrúum gefist kostur á að undirrita skjal þess efnis og að tilkynna ráðuneyti sveitarstjórnarmála um ákvörðun bæjarstjórnar í samræmi við framangreint ákvæði sveitarstjórnarlaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806080

Lögð fram beiðni frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur D-lista um leyfi frá störfum sem aðalmaður í fræðslunefnd og varamaður í atvinnu- og menningarnefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fellst á beiðni Sigrúnar og veitir leyfi til 1. ágúst 2019.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að umræddan tíma verði Sigurður Gunnarsson aðalmaður í fræðslunefnd í stað Sigrúnar Hólm Þórleifsdóttur og Ágústa Björnsdóttir verði varamaður í fræðslunefnd í stað Sigurðar, sem var varamaður í nefndinni.
Einnig að Davíð Sigurðarson verði varamaður í atvinnu- og menningarnefnd í stað Sigrúnar Hólm.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.