Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Þóhalla Sigmundsdóttir, Margrét Sigfúsdótti og Þorvaldur Hjarðar sátu fundinn undir liðum 1-4. Skólastjórar grunnskólanna sátu fundinn undir liðum 1-2 og þeim liðum sem vörðuðu þeirra skóla sérstaklega.
Farið stuttlega yfir hvernig staðið er að stuðningi við börn og ungmenni af erlendum uppruna og hvar betur mætti gera t.d. í tómstundastarfi.
Ruth Magnúsdóttir fór yfir stöðu og þróun mála í Egilsstaðaskóla, en þar hefur verið talsverð fjölgun tvítyngdra nemenda á undanförnum árum. Fjöldi tvítyngdra nemenda sem fá sérstaka íslenskukennslu hefur t.d. aukist úr 25 í 37 á undanförnum tveimur árum, þetta eru þó ekki allir tvítyngdir nemendur við skólann. Í Egilsstaðaskóla eru 27 vikulegar kennslustundar fyrir tvítyngda nemendur. Ekki eru um að ræða móðurmálskennslu nema netnám fyrir pólska nemendur í 9. og 10. bekk. Móttökuáætlun skólans er á heimasíðu.
Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti stöðuna í Brúarásskóla, en þar er svipað hlutfall nemenda af erlendum uppruna. Móttökuáætlun skólans er á heimasíðu hans.
Þórhalla Sigmundsdóttir sagði að í bígerð væri að vinna móttökuáætlun í Fellaskóla en boðleiðir væru stuttar og ekki hefði þótt þörf á því hingað til. 11% af nemendum skólans eru af erlendum uppruna.
Rætt um hvernig bæta megi stuðning við börn af erlendum uppruna og bent á ýmis verkefni af þeim toga, m.a. vinafjölskylduverkefni við Vesturbæjarskóla o.fl. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra í samstarfi við verkefnisstýru íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmála að gera tillögur um hvernig mætti vinna að því að bæta þjónustu við börn og ungmenni af erlendum uppruna í sveitarfélaginu í samræmi við nýsamþykkta æskulýðsstefnu sveitarfélagsins.
Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, fylgdi eftir sjálfsmatsskýrslu skólans 2017-2018.
Sérstaklega var rætt um áhyggjur kennara af skorti á úrræðum fyrir börn með náms- og hegðunarvanda en þær áhyggjur endurspeglast í sjálfsmatsskýrslum allra skólanna.
Hún nefndi einnig þá vinnu sem framundan er vegna ytri úttektar á skólastarfinu.
Stefanía Malen Stefánsdóttir sagði frá því að Brúarásskóli væri 40 ára gamall um þessar mundir. Hún sagði einnig frá að ákveðið hefði verið að koma upp "ærslabelg" við skólann, en foreldarfélagið og ungmennafélagið hafa heitið stuðningi við þá fjárfestingu í tilefni af afmæli skólans og auk þess kom nærsamfélagið að með aðstoð við uppsetningu á "belgnum".