Börn af erlendum uppruna á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201809024

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 265. fundur - 11.09.2018

Farið stuttlega yfir hvernig staðið er að stuðningi við börn og ungmenni af erlendum uppruna og hvar betur mætti gera t.d. í tómstundastarfi.

Ruth Magnúsdóttir fór yfir stöðu og þróun mála í Egilsstaðaskóla, en þar hefur verið talsverð fjölgun tvítyngdra nemenda á undanförnum árum. Fjöldi tvítyngdra nemenda sem fá sérstaka íslenskukennslu hefur t.d. aukist úr 25 í 37 á undanförnum tveimur árum, þetta eru þó ekki allir tvítyngdir nemendur við skólann. Í Egilsstaðaskóla eru 27 vikulegar kennslustundar fyrir tvítyngda nemendur. Ekki eru um að ræða móðurmálskennslu nema netnám fyrir pólska nemendur í 9. og 10. bekk. Móttökuáætlun skólans er á heimasíðu.

Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti stöðuna í Brúarásskóla, en þar er svipað hlutfall nemenda af erlendum uppruna. Móttökuáætlun skólans er á heimasíðu hans.

Þórhalla Sigmundsdóttir sagði að í bígerð væri að vinna móttökuáætlun í Fellaskóla en boðleiðir væru stuttar og ekki hefði þótt þörf á því hingað til. 11% af nemendum skólans eru af erlendum uppruna.

Rætt um hvernig bæta megi stuðning við börn af erlendum uppruna og bent á ýmis verkefni af þeim toga, m.a. vinafjölskylduverkefni við Vesturbæjarskóla o.fl. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra í samstarfi við verkefnisstýru íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmála að gera tillögur um hvernig mætti vinna að því að bæta þjónustu við börn og ungmenni af erlendum uppruna í sveitarfélaginu í samræmi við nýsamþykkta æskulýðsstefnu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 266. fundur - 25.09.2018

Skólastjórnendur kynntu stöðuna í skólunum. Í leikskólanum Tjarnarskógi eru 23 tvítyngd börn frá 12 löndum og 6 tvítyngd börn eru á leikskólanum Hádegishöfða. Stuðningur við tvítyngd börn er fyrst og fremst í formi aukinnar málörvunar. Þegar þörf er á eru þess gætt að kalla til túlkaþjónustu fyrir erlenda foreldra.

Í tónlistarskólunum eru þau tvítyngdu börn sem innrituð eru í skólann íslenskumælandi og þess er gætt að mikilvægar tilkynningar til erlendra foreldra séu sendar á ensku ef þess er þörf.

Lagt fram til kynningar.