Áheyrnarfulltrúar leikskóla Sigríður Herdís Pálsdóttir og Kolbjörg Benediktsdóttir mættu undir liðum 1-3. Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir mætti undir liðunm 3-7. Skólastjórnendur mættu undir þeim liðum sem varða þeirra skóla sérstaklega.
Sigríður Herdís Pálsdóttir, kynnti erindið sem varðar breyttar forsendur vegna launaþáttar í fjárhagsáætlun 2018. Fræðslunefnd óskar eftir að aukin fjárþörf ársins vegna þessa verði reiknuð út og kynnt fyrir nefndinni á næsta fundi þar sem málefni leikskólanna eru til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Jafnframt kynnti hún það fyrirkomulag sem viðhaft var í sumar vegna elsta árgangsins til að hægt væri að bregðast við með aðlögun nýrra leikskólabarna, en leikskólinn fékk inni í grunnskólanum fyrir þau. Hún leggur til að framvegis verði svipað fyrirkomulag en verði þá í raun um að ræða starfsemi á hendi Frístundar grunnskólans.
Málið verður kynnt fyrir grunnskólanum og tekið fyrir aftur í nefndinni að því loknu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
2.Sumarlokun leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar
Fræðslunefnd felur fræðslustjóra og leikskólastjórum að leggja fyrir könnun meðal foreldra varðandi skipulag sumarlokunar leikskólanna svo hægt sé að kynna lokunina næstu 3 árin.
Skólastjórnendur kynntu stöðuna í skólunum. Í leikskólanum Tjarnarskógi eru 23 tvítyngd börn frá 12 löndum og 6 tvítyngd börn eru á leikskólanum Hádegishöfða. Stuðningur við tvítyngd börn er fyrst og fremst í formi aukinnar málörvunar. Þegar þörf er á eru þess gætt að kalla til túlkaþjónustu fyrir erlenda foreldra.
Í tónlistarskólunum eru þau tvítyngdu börn sem innrituð eru í skólann íslenskumælandi og þess er gætt að mikilvægar tilkynningar til erlendra foreldra séu sendar á ensku ef þess er þörf.
Lagt fram til kynningar.
4.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - skóladagatal 2018-2019
Aðalfundur SSA 2018 ályktar um nauðsyn þess að styrkja stoðþjónustu við leik- og grunnskóla.
Fræðslunefnd tekur undir þessa niðurstöðu enda er hún í samræmi við samtal nefndarmanna við skólastjórnendur. Nefndin óskar eftir að fræðslustjóri leiði vinnu við kortlagningu á þörf stofnana sveitarfélagsins fyrir úrræði í samstarfi við skólastjórnendur.