Leikskólinn Tjarnarskógur - nemendamál

Málsnúmer 201809099

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 266. fundur - 25.09.2018

Sigríður Herdís Pálsdóttir, kynnti erindið sem varðar breyttar forsendur vegna launaþáttar í fjárhagsáætlun 2018. Fræðslunefnd óskar eftir að aukin fjárþörf ársins vegna þessa verði reiknuð út og kynnt fyrir nefndinni á næsta fundi þar sem málefni leikskólanna eru til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Jafnframt kynnti hún það fyrirkomulag sem viðhaft var í sumar vegna elsta árgangsins til að hægt væri að bregðast við með aðlögun nýrra leikskólabarna, en leikskólinn fékk inni í grunnskólanum fyrir þau. Hún leggur til að framvegis verði svipað fyrirkomulag en verði þá í raun um að ræða starfsemi á hendi Frístundar grunnskólans.

Málið verður kynnt fyrir grunnskólanum og tekið fyrir aftur í nefndinni að því loknu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.