Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

438. fundur 10. september 2018 kl. 08:15 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði úr rekstri sveitarfélagsins. M.a. sagði hann frá því að í lok ágúst sl. var íbúafjöldi sveitarfélagsins kominn í 3.615, en var 3.547 um síðustu áramót.

2.Fundargerð 862. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201809017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð 242. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201809032

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Boð á fund og sýningu færeyskra fyrirtækja

Málsnúmer 201809021

Lagt fram boð á fund með utanríkis og viðskiptaráðherra Færeyja og á fyrirtækjasýningu færeyskra fyrirtækja á vegum sendistofu Foroya á Íslandi og Austurbrúar sem haldin verður 18. sept, kl. 14:00. Sýningin fer fram í safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju Búðargötu 1.
Á fundinn er boðið tveimur fulltrúum frá sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs og formaður atvinnu- og menningarnefndar sæki fund með utanríkis- og viðskiptaráðherra Færeyja, sem tengdur er sýningunni og hefs kl. 14:30.
Jafnframt hvetur bæjarráð kjörna fulltrúa og starfsmenn til að sækja sýninguna.

5.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004

Til fundarins mættu Bylgja Borgþórsdóttir, Kjartan Róbertsson og Freyr Ævarsson sem mynda starfshóp um norrænt samstarf um betri bæi 2018. Fóru þau yfir hugmyndir starfshópsins um nýtingu Blómabæjarreitsins og húsnæðisins sem á honum er.
Eftir góða yfirferð yfir tillögur hópsins og umræður um þær var þeim þökkuð koman.
Samþykkt að boða aðila sem sýnt hafa áhuga á að fá að nýta húsnæðið á fund bæjarráðs 24. september, til að fara yfir hugmyndir þeirra.

Fundi slitið - kl. 10:45.