Atvinnu- og menningarnefnd

73. fundur 10. september 2018 kl. 17:00 - 20:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir varamaður
  • Skúli Björnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður að nýtt mál væri tekið á dagskrá og er það síðast á dagskrá nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

1.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803121

Fyrir liggja ýmis gögn er varða fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar.
Á fundinn undir þessum lið mættu forstöðumenn þeirra stofnana sem undir nefndina heyra, þær Kristín Amalía Atladóttir, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Bára Stefánsdóttir og Jóhanna Hafliðadóttir. Einnig Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sem gerði grein fyrir forsendum innri leigu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að þar sem Atvinnuþróunarsjóður Austurlands hefur verið lagður niður, verði því fjárframlagi varið til atvinnu- og kynningarmála fyrir sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar 2019

Málsnúmer 201809013

Fyrir liggur gerð starfsáætlunar nefndarinnar fyrir árið 2019.

Málið í vinnslu og verður unnið samhliða gerð fjárhagsáætlunar.

3.Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201807025

Samkvæmt Samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs skipar nefndin að hausti þrjá fulltrúa í fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs til tveggja ára í senn. Fagráðið var síðast skipað 2016.
Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að skipan fagráðs Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs verði breytt þannig að fimm fulltrúar skipi ráðið. Lagt er til að fulltrúar ráðsins komi frá Listaháskóla Íslands, Sviðslistasambandi Íslands, Menntaskólanum á Egilsstöðum, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, Lungaskólanum. Nefndin felur starfsmanni að ræða við þessa aðila um skipan í ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Saga Eiðaskóla /umsókn um styrk

Málsnúmer 201808085

Fyrir liggur styrkumsókn frá Kvistur film vegna gerðar heimildarmyndar um sögu skólahalds í Alþýðuskólanum á Eiðum.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur vel í erindið en óskar eftir að umsóknaraðilar sæki um styrkinn þegar umsóknir verða auglýstar í lok þessa árs vegna ársins 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201803138

Fyrir liggur til kynningar Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs sem samþykkt var í byrjun júní.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar stefnunni. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

6.Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2018

Málsnúmer 201809014

Fyrir liggur auglýsing frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem vekur athygli á að næsti umsóknarfrestur í sjóðinn nálgast og hvetur aðila til að huga að umsóknum í tíma.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera minnispunkta um niðurstöður nefndarinnar og setja undir málið þannig að umhverfis- og framkvæmdanefnd hafi aðgang að þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fundargerð Minjasafns Austurlands 3. september 2018

Málsnúmer 201809037

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 3. september 2018.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:45.