Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir árið 2019 með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Fyrir liggja gögn er varða verkefni sem tengist Úthéraði.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur tveggja fulltrúa atvinnu- og menningarnefndar og tveggja fulltrúa náttúruverndarnefndar, sem hafi það hlutverk að móta verkefnalýsingu m.a. á grunni fyrirliggjandi gagna ásamt því að leggja fram kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og tillögu að fjármögnun þess. Starfsmenn nefndanna vinni með hópnum. Í framhaldinu verði auglýst eftir aðila til að vinna verkefnið ásamt hópnum. Starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.
Fulltrúar atvinnu- og menningarnefndar verði Aðalheiður Björt Unnarsdóttir og Aron Steinn Halldórsson. Óskað er eftir að náttúruverndarnefnd tilnefni sína fulltrúa.
Málið í vinnslu og verður unnið samhliða gerð fjárhagsáætlunar.