Fyrir liggja gögn er varða verkefni sem tengist Úthéraði.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur tveggja fulltrúa atvinnu- og menningarnefndar og tveggja fulltrúa náttúruverndarnefndar, sem hafi það hlutverk að móta verkefnalýsingu m.a. á grunni fyrirliggjandi gagna ásamt því að leggja fram kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og tillögu að fjármögnun þess. Starfsmenn nefndanna vinni með hópnum. Í framhaldinu verði auglýst eftir aðila til að vinna verkefnið ásamt hópnum. Starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.
Fulltrúar atvinnu- og menningarnefndar verði Aðalheiður Björt Unnarsdóttir og Aron Steinn Halldórsson. Óskað er eftir að náttúruverndarnefnd tilnefni sína fulltrúa.
Fyrir liggur svarbréf frá Árna Gunnarssyni framkvæmdasjóra Air Iceland Connect dagsett 3. maí 2019, við fyrirspurn atvinnu- og menningarnefndar um framboð flugsæta milli Egilsstaða og Reykjavíkur.
Fyrir liggur tölvupóstur og bréf frá Benedikt V. Warén þar sem hvatt er til að kannaðir verði möguleikar á því að byggja sjúkrahús á Egilsstöðum.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að vegna legu Egilsstaða og Egilsstaðaflugvallar verði lögð áhersla á að bæta aðstöðu til greiningar bráðveikra og slasaðra við HSA á Egilsstöðum. Jafnframt verði aðstaða fyrir móttöku sérfræðinga bætt.
Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera tillögur að notkunarreglum fyrir Kornskálann við Sláturhúsið. Leitað verði álits viðkomandi eftirlitsstofnana við gerð reglnanna.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur tveggja fulltrúa atvinnu- og menningarnefndar og tveggja fulltrúa náttúruverndarnefndar, sem hafi það hlutverk að móta verkefnalýsingu m.a. á grunni fyrirliggjandi gagna ásamt því að leggja fram kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og tillögu að fjármögnun þess. Starfsmenn nefndanna vinni með hópnum. Í framhaldinu verði auglýst eftir aðila til að vinna verkefnið ásamt hópnum. Starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.
Fulltrúar atvinnu- og menningarnefndar verði Aðalheiður Björt Unnarsdóttir og Aron Steinn Halldórsson.
Óskað er eftir að náttúruverndarnefnd tilnefni sína fulltrúa.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.