Atvinnu- og menningarnefnd

85. fundur 25. mars 2019 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2020

Málsnúmer 201903095Vakta málsnúmer

Fyrir liggur rammi fjárhagsáætlunar málaflokka sem undir nefndina heyra, gefinn út af fjármálastjóra 11. mars 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að undirbúa gerð fjárhagsáætlunar m.a. í samstarfi við forstöðumenn sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Menningarhús

Málsnúmer 201903110Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar gögn er varða menningarhús á Fljótsdalshéraði.
Lagt fram til kynningar en málið er í vinnslu.

3.Úttekt á framboði flugsæta til Austurlands

Málsnúmer 201903103Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 19. mars 2019, frá Benedikt Warén, með tillögu um að kannað verði með framboð flugsæta til Austurlands og hvaða verð á flugmiðum er í boði.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að vinna í málinu sem verður tekið fyrir aftur á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar 2019

Málsnúmer 201809013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samþykkt Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2019.

Áætlunin rædd og yfirfarin.

Fundi slitið - kl. 19:00.