Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2020

Málsnúmer 201903095

Atvinnu- og menningarnefnd - 85. fundur - 25.03.2019

Fyrir liggur rammi fjárhagsáætlunar málaflokka sem undir nefndina heyra, gefinn út af fjármálastjóra 11. mars 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að undirbúa gerð fjárhagsáætlunar m.a. í samstarfi við forstöðumenn sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 86. fundur - 29.04.2019

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir 2020 ásamt gögnum frá forstöðumönnum sem undir nefndina heyra.

Atvinnu- og meningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti meðfylgjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2020 og vísar henni til bæjarstjórnarnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 90. fundur - 26.08.2019

Fyrir liggja gögn er varða gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að boða forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra að mæta á næsta fund nefndarinnar til að fylgja áætlunum sínum eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 91. fundur - 09.09.2019

Fyrir liggja gögn er varða gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020.
Á fundinn undir þessum lið mættu forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra, þær Kristín Atladóttir, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Bára Stefánsdóttir og Jóhanna Hafliðadóttir.

Málinu frestað til næsta fundar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 92. fundur - 23.09.2019

Fyrir liggja gögn og drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og vísar henni til bæjarráðs.

Nefndin leggur til að sameinaðir verði bókhaldslyklar 0566 Sláturhúsið og 0573 Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.