Atvinnu- og menningarnefnd

91. fundur 09. september 2019 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2020

Málsnúmer 201903095

Fyrir liggja gögn er varða gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020.
Á fundinn undir þessum lið mættu forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra, þær Kristín Atladóttir, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Bára Stefánsdóttir og Jóhanna Hafliðadóttir.

Málinu frestað til næsta fundar.

2.Tillaga um Atvinnulífssýningu 2020 í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum

Málsnúmer 201908158

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 22. ágúst 2019 frá Benedikt Warén með tillögu um að haldin verði atvinnulífssýning árið 2020 í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Málið var á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar en var þá frestað.

Á fundinum kynnti Benedikt Warén viðræður sínar við Ungt Austurland um fyrirhugaða atvinnulífssýningu UA á næsta ári.

Atvinnu- og menningarnefnd er áhugasöm um verkefnið og mun fylgjast með framvindu þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Dagar myrkurs 2019

Málsnúmer 201908098

Fyrir liggur tölvupóstur og bréf dagsett 24. júní 2019 frá Austurbrú þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni tengilið vegna verkefnisins Dagar myrkurs.

Málið var á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar en var þá frestað.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að starfsmaður verði tengiliður verkefnisins. Nefndin hvetur stofnanir sveitarfélagsins, félagasamtök og fyrirtæki til þátttöku í Dögum myrkurs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.