Atvinnu- og menningarnefnd

92. fundur 23. september 2019 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Arngrímur Viðar Ásgeirsson varamaður
  • Atli Vilhelm Hjartarson varamaður
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2020

Málsnúmer 201903095

Fyrir liggja gögn og drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og vísar henni til bæjarráðs.

Nefndin leggur til að sameinaðir verði bókhaldslyklar 0566 Sláturhúsið og 0573 Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ársskýrsla Bókasafns Héraðsbúa fyrir 2018

Málsnúmer 201909026

Fyrir liggur til kynningar ársskýrsla Bókasafns Héraðsbúa fyrir 2018.

3.Undirbúningur vegna ályktana á haustþingi SSA 2019

Málsnúmer 201909002

Á fundi bæjarráðs, 9. september 2019, var samþykkt að vísa því til fastanefnda sveitarfélagsins að fara yfir ályktanir SSA frá aðalfundi 2018 og koma með tillögur og ábendingar til umræðu á komandi haustþingi SSA. Bæjarráð óskar eftir því að slíkar ábendingar og tillögur liggi fyrir eigi síðar en 27. september. Bæjarráð mun í framhaldi taka þær saman og koma á framfæri við stjórn SSA.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að koma þeim tillögum sem unnar voru á fundinum til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna 2020

Málsnúmer 201909068

Fyrir liggja ýmis gögn sem unnin hafa verið um flokkun áfangastaða í sveitarfélaginu og forgangsröðun uppbyggingu þeirra.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að gerðar verði umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna Sænautasels og jafnframt verði sótt um frekari styrk vegna verkefna í Laugavalladal og við Hafrahvammagljúfur.

Nefndin leggur til að myndaður verði starfshópur sem vinni að nýjum forgangslista um uppbyggingu ferðamannastaða í sveitarfélaginu. Í honum verði fulltrúar atvinnu- og menningarnefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar og náttúruverndarnefndar.

Nefndin leggur til að við endurskoðun aðalskipulags verði mynduð stefna um uppbyggingu helstu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs, reglur og eyðublöð

Málsnúmer 201909075

Fyrir liggja reglur er varða Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs.

Málinu frestað til næsta fundar.

6.Reglur um úthlutun menningarstyrkja

Málsnúmer 201909092

Fyrir liggja tillögur að breytingum á reglum um úthlutun menningarstyrkja og umsóknareyðublaði.

Málinu frestað til næsta fundar.

7.Erlendir ferðamenn á Egilsstöðum sumarið 2018

Málsnúmer 201909084

Fyrir liggja til kynningar niðurstöður ferðavenjukönnunar frá Ferðamálastofu, ágúst 2019. Könnunin heitir Erlendir ferðamenn á Egilsstöðum sumarið 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar fyrirliggjandi könnun Ferðamálastofu og sem gefur athyglisverðar upplýsingar um ferðavenjur erlendra ferðamanna á Fljótsdalshéraði. Nefndin hvetur hagsmunaaðila til að kynna sér niðurstöður könnunarinnar. Nefndin felur starfsmanni að setja þær á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:30.