Fyrir liggja ýmis gögn sem unnin hafa verið um flokkun áfangastaða í sveitarfélaginu og forgangsröðun uppbyggingu þeirra.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að gerðar verði umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna Sænautasels og jafnframt verði sótt um frekari styrk vegna verkefna í Laugavalladal og við Hafrahvammagljúfur.
Nefndin leggur til að myndaður verði starfshópur sem vinni að nýjum forgangslista um uppbyggingu ferðamannastaða í sveitarfélaginu. Í honum verði fulltrúar atvinnu- og menningarnefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar og náttúruverndarnefndar.
Nefndin leggur til að við endurskoðun aðalskipulags verði mynduð stefna um uppbyggingu helstu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur að opnað verður fyrir umsóknir næstu úthlutunar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða öðru hvoru megin við mánaðamótin september-október.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd um tillögur að umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Jafnframt lýsir umhverfis- og framkvæmdanefnd yfir ánægju sinni með tillögu um myndun stefnu um uppbyggingu helstu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu í endurskoðun aðalskipulags.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar til næsta fundar að skipa í starfshóp sem vinni að nýjum forgangslista um uppbyggingu ferðamannastaða.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að gerðar verði umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna Sænautasels og jafnframt verði sótt um frekari styrk vegna verkefna í Laugavalladal og við Hafrahvammagljúfur.
Nefndin leggur til að myndaður verði starfshópur sem vinni að nýjum forgangslista um uppbyggingu ferðamannastaða í sveitarfélaginu. Í honum verði fulltrúar atvinnu- og menningarnefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar og náttúruverndarnefndar.
Nefndin leggur til að við endurskoðun aðalskipulags verði mynduð stefna um uppbyggingu helstu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.