Umhverfis- og framkvæmdanefnd

120. fundur 09. október 2019 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Fjárhagsáætlun Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020.

Málsnúmer 201908059

Framhald á vinnu við fjárhagsáætlun 2020.

Farið yfir viðhald gatna, gangstétta og göngustíga. Yfirmaður eignasjóðs fór yfir stöðu framkvæmda í Heimatúni og íþróttamiðstöð.

Í vinnslu.

2.Innköllun lóðar, Flatasel 8

Málsnúmer 201709048

Innköllun lóðar, Flatasel 8.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að lóð verði innkölluð þar sem lóðarhafi hefur ekki staðið við úthlutunar skilmála samkvæmt samþykkt um úthlutun lóða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ósk um afstöðu til reisingar vindmylla við Lagarfossvirkjun.

Málsnúmer 201906113

Skipulagslýsing fyrir breytingu deiliskipulags á iðnaðarsvæði Lagarfossvirkjunar (I3). Lýsingin er unnin í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að Náttúrustofa Austurlands fái skipulagslýsinguna til umsagnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái umfjöllun í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Vetrarþjónusta 2019 - 2020.

Málsnúmer 201908165

Farið yfir vinnu vegna vetrarþjónustu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að vetrarþjónusta á komandi vetri verði með sama sniði og síðastliðin 2 ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á Flúðum.

Málsnúmer 201906130

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á lögbýlinu Flúðum á Fljótsdalshéraði.

Umhverfis - og framkvæmdanefnd frestar máli þar til niðustaða Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna tilkynningarskyldra framkvæmda í C flokk liggur fyrir.

Mál í vinnslu


6.Umsókn um byggingarleyfi fyrir tengihúsi við Eyvindará.

Málsnúmer 201906045

Umsókn um byggingarleyfi fyrir tengivirkishús við Eyvindará tekið til umfjöllunar að lokinni grenndarkynningu.

Að lokinni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, leggur umhverfis- og framkvæmdanefnd til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði gefið út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Ósk um fjölgun matshluta á Lagarfelli 12.

Málsnúmer 201908033

Ósk um fjölgun matshluta á Lagarfelli 12.

Að lokinni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, leggur umhverfis- og framkvæmdanefnd til við bæjarstjórn að byggingarleyfi vegna breytinga verði gefið út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2019.

Málsnúmer 201909068

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur að opnað verður fyrir umsóknir næstu úthlutunar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða öðru hvoru megin við mánaðamótin september-október.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd um tillögur að umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Jafnframt lýsir umhverfis- og framkvæmdanefnd yfir ánægju sinni með tillögu um myndun stefnu um uppbyggingu helstu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu í endurskoðun aðalskipulags.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar til næsta fundar að skipa í starfshóp sem vinni að nýjum forgangslista um uppbyggingu ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fellagirðing tilnefning í vinnuhóp.

Málsnúmer 201910020

Fellagirðing tilnefning í vinnuhóp.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að verkefnastjóri umhverfismála taki sæti í vinnuhóp um fellagirðingu fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Hrefna Hlín Sigurðardóttir yfirgaf fundinn eftir lið 4. Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs sat fundinn undir lið 1. Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismáls sat fundinn undir lið 8 og 9.

Fundi slitið - kl. 19:30.