Niðurfelling á byggingarleyfi, Flataseli 8

Málsnúmer 201709048

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 157. fundur - 27.09.2017

Niðurfelling á byggingarleyfi, Flataseli 8

Byggingarleyfi var gefið út 22. maí 2008 búið er að grafa fyrir húsi og byggja upp malarpúða. Ekki hefur orðið breyting um langan tíma og er farið að gróa upp úr púða gróður af ýmsu tagi.

Lagt er til að farið verði í að innkalla lóð í samræmi við 14. gr. laga um mannvirki.

(14. gr. Gildistími byggingarleyfis. Byggingarleyfi fellur úr gildi hafi byggingarframkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá útgáfu þess. Í reglugerð skal kveða nánar á um hvenær talið er að byggingarframkvæmdir séu hafnar. Nú stöðvast byggingarframkvæmdir í eitt ár eða lengur og getur leyfisveitandi þá að undangenginni aðvörun fellt byggingarleyfið úr gildi. Hafi byggingarframkvæmdir stöðvast í tvö ár hið skemmsta getur leyfisveitandi tekið ófullgert mannvirki, byggingarefni og lóð eignarnámi samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms. Leyfisveitandi getur að undangenginni aðvörun fellt byggingarleyfi úr gildi ef eigandi mannvirkisins eða aðrir þeir sem bera ábyrgð á byggingarframkvæmdum samkvæmt lögum þessum sinna ekki fyrirmælum eftirlitsaðila við byggingareftirlit eða gerast sekir um alvarleg eða ítrekuð brot gegn lögunum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim. Ítarlegri ákvæði um byggingarhraða sem sett eru af sveitarfélagi á grundvelli skipulagslaga gilda framar ákvæðum 1. og 2. mgr.)

Samþykkt er að tilkynna lóðahafa um innköllun lóðar og veita frest til andmæla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 120. fundur - 09.10.2019

Innköllun lóðar, Flatasel 8.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að lóð verði innkölluð þar sem lóðarhafi hefur ekki staðið við úthlutunar skilmála samkvæmt samþykkt um úthlutun lóða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.