Umsókn um byggingarleyfi fyrir tengihúsi við Eyvindará

Málsnúmer 201906045

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 114. fundur - 12.06.2019

Umsókn um byggingarleyfi fyrir tengihúsi á lóð við Eyvindará.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið, en með vísan í gr. 2.7 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gerir nefndin kröfu um gerð deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 116. fundur - 15.08.2019

Óskað eftir endurskoðun á afstöðu nefndarinnar.

Umhverfis- og framkvæmdnefnd leggur til við bæjarstjórn að málið fái málsmeðferð í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 120. fundur - 09.10.2019

Umsókn um byggingarleyfi fyrir tengivirkishús við Eyvindará tekið til umfjöllunar að lokinni grenndarkynningu.

Að lokinni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, leggur umhverfis- og framkvæmdanefnd til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði gefið út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.