Umhverfis- og framkvæmdanefnd

114. fundur 12. júní 2019 kl. 17:00 - 20:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Margrét Sigríður Árnadóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við tveimur málum. Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og viðbyggingu við einbýlishús, Mánatröð 14. og fundartími Umhverfis og framkvæmdanefndar 2018 - 2019 og verða þau númer 18 og 19.

1.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa vegna lóðar við Lagarás 14

Málsnúmer 201906044

Erindi frá eigendum Lagarás 14 vegna framkvæmda við lóð.

Erindinu hafnað í heild sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


2.Fundartími Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2018 - 2019

Málsnúmer 201806135

Farið yfir fundardagskrá og sumarfrí Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að taka sumarfrí frá og með 27. júní til og með 13. ágúst. nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og viðbyggingu við einbýlishús, Mánatröð 14.

Málsnúmer 201903054

Niðurstaða grenndarkynningar vegna áforma um byggingu á bílskúr við Mánatröð 14.

Erindið var grenndarkynnt þann 21. mars. sl. ekki bárust athugasemdir við grenndarkynningu og leggur Umhverfis- og framkvæmdanefnd til að máli verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handuppréttinu.

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir aðstöðuhúsi

Málsnúmer 201905071

Umsókn um aðstöðuhús að Uppsölum 2.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um byggingarleyfi fyrir tengihúsi við Eyvindará

Málsnúmer 201906045

Umsókn um byggingarleyfi fyrir tengihúsi á lóð við Eyvindará.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið, en með vísan í gr. 2.7 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gerir nefndin kröfu um gerð deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


6.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Borgjarfjarðarvegur um Vatnsskarð

Málsnúmer 201906035

Vegagerðin sækir hér um leyfi fyrir framkvæmd við lagningu og endurbætur Borgafjarðarvegar 94 - 07.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að við bæjarstjórn að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Landskemmdir í tengslum við byggðarlínu

Málsnúmer 201905146

Erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs vegna landskemmda í tenglum við uppsetningu, breytinga og viðhalds á byggðalínu á Fljótsdalsheiði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendingu og mun hafa hana til hliðsjónar við framtíðaruppbyggingu og umgengni á slóðum innan sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Auglýsing, starfsleyfisdrög fyrir seyrugeymslu í landi Hryggstekks í Skriðdal

Málsnúmer 201905131

Vakin athygli sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs á að auglýst hafa verið starfsleyfisdrög fyrir seyrugeymslu í landi Hryggstekks í Skriðdals.

Lagt fram til kynningar

9.Auglýsing, starfsleyfisdrög fyrir færanleg almennignssalerni

Málsnúmer 201905132

Vakin athygli á að auglýst hafa verið starfsleyfisdrög fyrir færanleg almenningssalerni á áningastöðum vegagerðarinnar eins og verið hefur undanfarin ár.

Lagt fram til kynningar

10.Snjómokstur og snjóhreinsun á gangstéttum og göngustígum

Málsnúmer 201905107

Erindi til umhverfis- og framkvæmdanefndar um áherslur í snjómokstri og snjóhreinsun á gangstéttum og göngustígum.

Mál í vinnslu

11.Fundur Fljótsdalsstöðvar og Fljótsdalshéraðs 2019

Málsnúmer 201905175

Á fundinn komu starfsmenn Landsvirkjunar, Sindri Óskarsson og Árni Óðinsson og fóru yfir verkefni sem eru í gangi hjá Landsvirkjun og niðurstöður vöktunar og fl.

Lagt fram til kynningar

12.Umsókn um stækkun lóðar - Furuvellir 1

Málsnúmer 201905072

Umsókn um stækkun lóðar, Furuvöllum 1.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um byggingarlóð

Málsnúmer 201904223

Umsókn um lóðina Faxagerði 2.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir umsókn um lóð nr. 2 en getur ekki orðið við ósk um helming samliggjandi lóðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Lóðamál við Miðvang 2-4

Málsnúmer 201906025

Erindi frá VÍS um hlutdeild í lóðafrágangi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018

Málsnúmer 201905179

Árskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar

16.Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Austurlands 2019

Málsnúmer 201902059

Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Austurlands 2019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135

Farið yfir stöðu á vinnu við breytingu á deiliskipulagi miðbæjar.

Mál í vinnslu

18.Staða aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 Eyjólfsstaðir

Málsnúmer 201810123

Svar Skipulagsstofnunar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028. Eyjólfstaðarskógur.

Að fengnu áliti Skipulagsstofnunar leggur Umhverfis- og framkvæmdanefnd til að tillaga fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal

Málsnúmer 201806085

Til umfjöllunar tillaga á vinnslustigi af breytingu á aðalsskipulagi fyrir efrihluta Grundar á Efra Jökuldal.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að tillaga að breytingu á aðalskipulagi á vinnslustigi verði kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Fundi slitið - kl. 20:45.