Landskemmdir í tengslum við byggðarlínu

Málsnúmer 201905146

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 114. fundur - 12.06.2019

Erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs vegna landskemmda í tenglum við uppsetningu, breytinga og viðhalds á byggðalínu á Fljótsdalsheiði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendingu og mun hafa hana til hliðsjónar við framtíðaruppbyggingu og umgengni á slóðum innan sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 13. fundur - 24.06.2019

Bæjarstjórn vísar til náttúruverndarnefndar erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs, ásamt ljósmyndum, þar sem bent er á landskemmdir á Fljótsdalsheiði vegna umferðar. Erindinu var áður beint til Landsnets.

Náttúruverndarnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að óska eftir upplýsingum frá Landsneti vegna málsins og jafnframt að kynna Fljótsdalshreppi erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 14. fundur - 13.08.2019

Verkefnastjóri umhverfismála greinir frá samskiptum við fulltrúa Landsnets og Fljótsdalshrepps vegna málsins. Fram hefur komið að Landsnet hyggist bregðast við og lagfæra landskemmdir á svæðinu sem um ræðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að sem fyrst verði ráðist í að lagfæra þær landskemmdir sem þarna er um að ræða en þær eru að mestu eða öllu leyti innan Fljótsdalshrepps. Við fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu á næstunni verði þess einnig gætt að lágmarka áhrif á gróið land. Nefndin væntir áframhaldandi góðs samstarfs við Landsnet, sveitarstjórn Fljótsdalshrepps og aðra hagsmunaaðila um að vernda viðkvæma náttúru á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.