Staða aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 Eyjólfsstaðir

Málsnúmer 201810123

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 100. fundur - 24.10.2018

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir að fara yfir stöðu skipulags í tengslum við deilskipulagsáform á svæðinu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem lóðir 1-5 í frístundabyggð F53 Eyjólfsstaðaskógur, Skógræktarfélag Austurlands verði skilgreindar í blandaðri landnotkun, annars vegar frístundabyggð og hins vegar þjónustu, sem heimili sölu gistingar á umræddum lóðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 106. fundur - 13.02.2019

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felur í sér að tilgreint sé verslunar- og þjónustusvæði innan frístundabyggðar í Eyjólfsstaðaskógi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki breytingartillöguna að fengnu jákvæðu áliti Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 114. fundur - 12.06.2019

Svar Skipulagsstofnunar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028. Eyjólfstaðarskógur.

Að fengnu áliti Skipulagsstofnunar leggur Umhverfis- og framkvæmdanefnd til að tillaga fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.