Umhverfis- og framkvæmdanefnd

106. fundur 13. febrúar 2019 kl. 17:00 - 20:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Margrét Sigríður Árnadóttir varamaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndar eftir að bæta við eftirfarandi málum, Staða aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 Eyjólfsstaðir og Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna byggingar Kröflulínu 3. og eru þau nr. 13 og 14.

1.Ástand Egilsstaðaskóla, mat á viðhaldsþörf 2019

Málsnúmer 201901124Vakta málsnúmer

Kynntar voru tvær tillögur að útveggjaklæðningu á eldrihluta Egilsstaðskóla ásamt kostnaðaráætlunum.

Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs kynnti tillögur að efnisvali klæðningar á eldri hluta Egilsstaðaskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að notað verði litað bárujárn við klæðningu á eldri hluta skólans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Egilsstaðaskóli og Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - húsnæðismál

Málsnúmer 201901101Vakta málsnúmer

Erindi frá skólastjóra Egilsstaðaskóla þar sem farið er yfir framtíðarþörf í húsnæðismálum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í vinnu við að greina og bregðast við húsnæðisþörf Egilsstaðaskóla og Tónlistarskólans á Egilsstöðum á næstu önn og til framtíðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004Vakta málsnúmer

Lögð er fram kostnaðaráætlun og útlitshönnun á húsnæði Miðvangs 31.

Kjartan Róbertsson kynnti kostnaðaráætlun og áform um uppbyggingu á Miðvangi 31 samkvæmt tillögu starfshóps um betri bæi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi kostnaðaráætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Vetrarþjónusta í dreifbýli.

Málsnúmer 201807009Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur til umfjöllunar fyrirkomulag á vetrarþjónustu í dreifbýli.

Formaður nefndar fór yfir fund sem haldinn var með Vegagerðinni þar sem ræddar voru úrbætur á þjónustu.

Í vinnslu.

5.Snjóhreinsun heimreiða.

Málsnúmer 201902043Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur til umfjöllunar fyrirspurnir um snjóhreinsun heimreiða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að endurskoðun á reglum um þjónustu á heimreiðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Miðbæjarskipulag tekið til umfjöllunar eftir vinnufund sem haldinn var þann 7. febrúar sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi uppdrátt með fyrirvara um að byggingarreitur við Miðvang 1 - 3 verði fjarlægður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bændur græða landið, styrkbeiðni fyrir árið 2018

Málsnúmer 201901127Vakta málsnúmer

Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" á árinu 2018.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir styrkveitingu til verkefnisins. Upphæð verði tekinn af 13 290 í fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Mjóanes

Málsnúmer 201902041Vakta málsnúmer

Umsókn um skráningar nýrra lóðar úr landi Mjóanes.

Máli frestað til næsta fundar.

9.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Öngulsá

Málsnúmer 201902039Vakta málsnúmer

Umsókn um stofnun nýrra lóða úr landi Öngulsá.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn veiti jákvæða umsögn um landskipti, jafnframt felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá stofnun landnúmera í samræmi við umsókn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

Málsnúmer 201802076Vakta málsnúmer

Deiliskipulag Egilsstaðflugvallar tekið til umræðu.

Í vinnslu.

11.Ferjukíll - lóðir

Málsnúmer 201902035Vakta málsnúmer

Ósk um niðurfellingu lóða úr fasteignaskrá.

Frestað

12.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2019

Málsnúmer 201808175Vakta málsnúmer

Kynntar breytingar á starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á starfsáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

13.Staða aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 Eyjólfsstaðir

Málsnúmer 201810123Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felur í sér að tilgreint sé verslunar- og þjónustusvæði innan frístundabyggðar í Eyjólfsstaðaskógi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki breytingartillöguna að fengnu jákvæðu áliti Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um framkvæmdaleyfis vegna byggingar Kröflulínu 3.

Málsnúmer 201902069Vakta málsnúmer

Með erindi dags. 11. júlí 2018 óskar Guðmundur Ingi Ásmundsson, f.h. Landsnets eftir framkvæmdaleyfi til uppbyggingar Kröflulínu 3, innan marka Fljótsdalshéraðs. Kröflulína 3. tengir Kröflustöð og Fljótsdalsstöð.

Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. og 6. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 fyrir framkvæmdinni Kröflulína 3, 220 kV háspennulína. Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrirliggjandi. Sótt er um framkvæmdina á grundvelli Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrir háspennulínum sbr. 1. mgr. 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000. Í breytingatillögum aðalskipulaga nágrannasveitarfélaga Fljótsdalshéraðs er einnig gert ráð fyrir framkvæmdinni.
Meðfylgjandi umsókn eru gögn vegna framkvæmdaleyfisumsóknar, sbr. sérstaklega 2. og 3. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000. Lýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis, dags mars 2016, sem er aðalþáttur gagnanna er tekið saman af verkfræðistofunni Eflu. ehf. f.h. Landsnets hf. Er vísað til hennar um frekari skýringar og lýsingar á framkvæmdinni. Lýsingin er þannig hluti þessarar umsóknar Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti drög að samningi um eftirlit Umhverfisstofnunar með framkvæmdinni sbr. 76. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Frestað.

Fundi slitið - kl. 20:15.