Egilsstaðaskóli og Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - húsnæðismál

Málsnúmer 201901101

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 271. fundur - 22.01.2019

Ruth Magnúsdóttir og Sóley Þrastardóttir, skólastjórar Egilsstaðaskóla og Tónlistarskólans á Egilsstöðum fóru yfir húsnæðisvanda skólanna. Skólastjórnendur kalla eftir aðgerðum og aðgerðaráætlun til lausna vandans. Fræðslunefnd kallar eftir samstarfi við umhverfis- og framkvæmdanefnd um framhaldið, en Skólastjóri Egilsstaðaskóla hefur sent þeirri nefnd erindi vegna vandans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 106. fundur - 13.02.2019

Erindi frá skólastjóra Egilsstaðaskóla þar sem farið er yfir framtíðarþörf í húsnæðismálum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í vinnu við að greina og bregðast við húsnæðisþörf Egilsstaðaskóla og Tónlistarskólans á Egilsstöðum á næstu önn og til framtíðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.