Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

271. fundur 22. janúar 2019 kl. 16:00 - 19:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Sigurður Gunnarsson varaformaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson aðalmaður
  • Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Garðar Valur Hallfreðsson varamaður
  • Arngrímur Viðar Ásgeirsson varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Bríet Finnsdóttir, áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla, mætti á fundinn undir liðum 1-2. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Þórhalla Sigmundsdóttir, Þorvaldur Hjarðar og Þórunn Guðgeirsdóttir sátu fundinn undir liðum 2-7. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Reynir Gunnarsson sátu fundinn undir liðum 7-12.

Skólastjórar mættu á fundinn undir þeim liðum sem varða þeirra skóla sérstaklega.

1.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - skólanámskrá

Málsnúmer 201901098Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd fagnar þeirri metnaðarfullu vinnu við skólanámskrá Tónlistarskólans á Egilsstöðum sem Skólastjóri kynnti fyrir nefndinni.

Lagt fram til kynningar.

2.Egilsstaðaskóli og Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - húsnæðismál

Málsnúmer 201901101Vakta málsnúmer

Ruth Magnúsdóttir og Sóley Þrastardóttir, skólastjórar Egilsstaðaskóla og Tónlistarskólans á Egilsstöðum fóru yfir húsnæðisvanda skólanna. Skólastjórnendur kalla eftir aðgerðum og aðgerðaráætlun til lausna vandans. Fræðslunefnd kallar eftir samstarfi við umhverfis- og framkvæmdanefnd um framhaldið, en Skólastjóri Egilsstaðaskóla hefur sent þeirri nefnd erindi vegna vandans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201305087Vakta málsnúmer

Stefanía Malen Stefánsdóttir, Skólastjóri Brúarásskóla, kynnti fundargerð skólaráðs frá því 28. nóvember sl.

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040Vakta málsnúmer

Þórhalla Sigmundsdóttir, Skólastjóri Fellaskóla, kynnti tvær fundargerðir skólaráðs frá skólaárinu.

Lagt fram til kynningar.

5.Fellaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201811141Vakta málsnúmer

Skólastjóri kynnti málið og þau úrræði sem gripið hefur verið til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fellaskóli - Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins

Málsnúmer 201812123Vakta málsnúmer

Skólastjóri kynnti niðurstöður úttektar Vinnueftirlits og þau úrræði sem gripið hefur verið til í kjölfar þeirra.

Lagt fram til kynningar.

7.Eftirlitsskýrsla HAUST / Mötuneyti Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201812115Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Erindi frá foreldraráðum Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Málsnúmer 201901111Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd þakkar foreldraráðum erindið. Málið verður tekið upp við vinnu fjárhagsáætlunar nk. vor.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Sumarlokun leikskóla 2019-2021

Málsnúmer 201901096Vakta málsnúmer

Niðurstöður könnunar meðal foreldra og starfsfólks kynntar. Niðurstöður eru samhljóða niðurstöðum hliðstæðrar könnunar sem gerð var árið 2015. Fræðslunefnd leggur því til að skipulag sumarleyfa verði óbreytt á komandi árum, þ.e. að sumarleyfi rúlli á þriggja ára tímabili með viku millibili og sumarleyfi 2019 verði því frá og með 3. júlí til og með 30. júlí.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Starfsáætlun Tjarnarskógar 2018-2019

Málsnúmer 201901103Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Starfsáætlun Hádegishöfða 2018-2019

Málsnúmer 201901110Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Ytra mat - Leikskólinn Hádegishöfði

Málsnúmer 201901097Vakta málsnúmer

Guðmunda Vala Jónasdóttir, skólastjóri Hádegishöfða, fylgdi eftir úttektarskýrslu Menntamálastofnunar vegna ytra mats á leikskólanum sem framkvæmt var í upphafi hausts. Umbótaáætlun verður kynnt fyrir fræðslunefnd þegar hún liggur fyrir.

Lagt fram til kynningar.

13.Starfsáætlun fræðslunefndar 2019

Málsnúmer 201901109Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:45.