Vetrarþjónusta í dreifbýli.

Málsnúmer 201807009

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 94. fundur - 11.07.2018

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur að endurskoða fyrirkomulag vetrarþjónustu í dreifbýli með það að markmiði að bæta þjónustuna þar. Verkefnið er eitt verkefna málefnasamnings meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og óháðra.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa í samstarfi við formann nefndarinnar og Vegagerðina að undirbúa verklagsreglur og samninga um vetrarþjónustu í dreifbýli sem taka skal til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í byrjun september. Verklagsreglurnar skulu taka mið af því að þjónustan verði bætt og með það að markmiði að íbúar dreifbýlis geti gengið út frá því að komast daglega að sækja atvinnu og þjónustu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 95. fundur - 15.08.2018

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fól skipulags- og byggingarfulltrúa í samstarfi við formann nefndarinnar og Vegagerðina að undirbúa verklagsreglur og samninga um vetrarþjónustu í dreifbýli sem tekið skyldi til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

Farið yfir stöðu vinnu við verklagsreglur.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 97. fundur - 12.09.2018

Umhverfis og framkvæmdanefnd hefur til umfjöllunar fyrirkomulag vetrarþjónustu í dreifbýli.

Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að vinna að verkefninu í takt við umræðu á fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 103. fundur - 12.12.2018

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur til umfjöllunar fyrirkomulag vetrarþjónustu í dreifbýli.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fund með vegagerðinni vegna þjónustu í dreifbýli.

Mál áfram í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104. fundur - 09.01.2019

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur til umfjöllunar fyrirkomulag á vetrarþjónustu í dreifbýli.

Í vinnslu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 105. fundur - 23.01.2019

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur til umfjöllunar fyrirkomulag á vetrarþjónustu í dreifbýli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir tillögum frá Vegagerðinni um aðferðir til að sveitarfélagið nái fram þeim markmiðum sem sett hafa verið varðandi þjónustustig í dreifbýli. Þau markmið eru fyrst og fremst að gera atvinnusókn úr dreifbýlinu í þéttbýlið mögulega með því að flýta mokstri þannig að hann fari fram að morgni og bæta þannig bæði þjónustu og öryggi íbúa í dreifbýli allt frá þeim sem sækja leik-og grunnskóla til þeirra sem sækja atvinnu og þjónustu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 106. fundur - 13.02.2019

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur til umfjöllunar fyrirkomulag á vetrarþjónustu í dreifbýli.

Formaður nefndar fór yfir fund sem haldinn var með Vegagerðinni þar sem ræddar voru úrbætur á þjónustu.

Í vinnslu.