Umhverfis- og framkvæmdanefnd

104. fundur 09. janúar 2019 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Tilmæli umátak til föngunar villikatta á Egilsstöðum

Málsnúmer 201812119

Heilbrigðiseftirlit Austurlands óskar eftir að á vegum sveitarfélagsins verði ráðist í átak til að fækka villiköttum á Egilsstöðum og í Fellabæ í samræmi við samþykkt nr. 912/2005 um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna tillögur að fyrirkomulagi átaks til að fækka villiköttum fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Vetrarþjónusta í dreifbýli.

Málsnúmer 201807009

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur til umfjöllunar fyrirkomulag á vetrarþjónustu í dreifbýli.

Í vinnslu

3.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2019

Málsnúmer 201808175

Vinnu haldið áfram við starfsáætlun.

Í vinnslu.

4.Umsókn um stofnun nýrrar lóðar úr landi Unaós - Heyskálar

Málsnúmer 201812027

Umsókn frá Ríkiseignum um stofnun nýrrar landeignar í Fasteignaskrá úr landi Unaós - Heyskálar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að leitað verði eftir afstöðu ráðuneytis um hvort áform séu í samræmi við markmið jarða- og ábúðarlaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Tilkynning um garnaveiki á bæ á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201812044

Tilkynning frá Matvælastofnun um staðfestingu á garnaveiki á Þrándarstöðum.

Í vinnslu

6.Umsókn um byggingarleyfi, breytt notkun á Fagradalsbraut 9

Málsnúmer 201901031

Fyrir hönd Egilsstaðahússins ehf kt. 700198-2869 óskum við eftir að fá leyfi til að breyta eign okkar að Fagradalsbraut 9, 010101 fastanúmer 224-3742 í íbúðarhúsnæði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilt verði að breyta notkun í íbúðarhúsnæði, nefndin leggur til að breyting fái málsmeðferð í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Lýsing á reiðvegum við Fossgerði

Málsnúmer 201901030

Fyrirspurn frá Hesteigandafélaginu í Fossgerði um áform um framkvæmdir við lýsingu.

Í vinnslu.

8.Áfangastaðurinn Austurland, úrbótaganga

Málsnúmer 201811114

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 19. nóvember 2018, frá Maríu Hjálmarsdóttur f.h. Austurbrúar, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um s.k. úrbótagöngu sem er hluti af verkefninu Áfangastaðurinn Austurland og miðar að því að þróa staði og áfangastaði þannig að þeir hafi meira aðdráttarafl.

Málið var til umfjöllunar í atvinnu- og menningarnefnd og lagt til að mál yrði tekið til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd að verkefnið er spennandi. Nefndin leggur til að verkefnastjóri umhverfismála geri í samstarfi við Austurbrú og Þjónustusamfélagið tillögu að afmörkuðu svæði/svæðum til að taka fyrir sem og verklagi við úrbótagönguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Málsnúmer 201812122

Ósk um að sveitafélagið Fljótsdalshérað tilnefni fulltrúa í umhverfis- eða náttúrverndarnefndar í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórnun vatnamála.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tilnefnir Karl Lauritzson fulltrúa Fljótsdalshéraðs í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórnun vatnamála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Varmadælulausn í Brúarásskóla

Málsnúmer 201805116

Kjartan Róbertsson og Guðmundur Þorsteinn Bergsson kynntu stöðu máls við varmadælu við Brúarás.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur yfirmanni eignasjóðs að taka saman heildarorkunotkun skólans út frá fyrirliggjandi tilboðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Rafbílavæðing

Málsnúmer 201702095

Fyrir liggur að staðsetja hleðslustöðvar í samræmi við samning við Hlöðu um uppsetningu rafhleðslustöðva á Fljótsdalshéraði.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að stöðvarnar verði staðsettar við Fellavöll, Vilhjálmsvöll og tvær við Sláturhúsið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Selskógur deiliskipulag

Málsnúmer 201606027

Stefnumótunarfundur með íbúum um framtíð Selskógar var haldinn á Lyngási 12. þann 11.desember sl. Vinna á fundinum fór fram í anda AirOpera sem er skilvirk leið til að fá einstaklinga til að leggja eigin hugmyndir inn í hópvinnu þar sem þær eru svo ræddar og komist að niðurstöðu varðandi markmið deiliskipulags.

Umhverfis-og framkvæmdanefnd leggur til að samantekt verði nýtt í deiliskipulagssvinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Fundargerð 145. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201812120

Fundargerð Heilsbrigðieftirlits Austurlands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

14.Eftirlitsskýrsla HAUST - Áhaldahús sveitafélagsins ásamt gæludýrageymslu

Málsnúmer 201901029

Lögð er fram eftirlitsskýrsla frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands vegna Þjónustumiðstöðvar ásamt gæludýrageymslu.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að úrbótum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Tilkynning um vatnstjónshættu

Málsnúmer 201812128

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir tilkynningum um hættu á vatnstjóni.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að úrbótum á verklagi varðandi snjósöfnunarsvæði. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur einnig til að HEF fái málið til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Fundargerð 3. fundar stjórnar Náttúrustofu Austurlands

Málsnúmer 201812110

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur til kynningar fundargerð 3. fundar stjórnar Náttúrustofu Austurlands.

Lagt fram til kynningar

17.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135

Skipulagsráðgjafi fór yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

Frestað vegna forfalla skipulagsráðgjafa.

Fundi slitið - kl. 20:00.