Varmadælulausn í Brúarásskóla

Málsnúmer 201805116

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 92. fundur - 23.05.2018

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að orkusparandi aðgerðum vegna húshitunar í Brúarásskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að sótt verði um styrk til Orkusjóðs vegna áforma um uppsetningu á varmadælu í Brúarási.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Undir þessum lið sátu Björgvin Steinar Friðriksson frá Verkráð ehf. og Kjartan Róbertsson yfirmaður eignarsjóðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 94. fundur - 11.07.2018

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að orkusparandi aðgerðum vegna húshitunar í Brúarásskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins til 15. ágúst nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 95. fundur - 15.08.2018

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að orkusparandi aðgerðum vegna húshitunar í Brúarásskóla.

Á fundinn mættu Kjartan Róbertsson, yfirmaður eignasjóðs, og Björgvin Steinar Friðriksson hjá Verkráð og fóru yfir hagkvæmni á uppsetningu á varmadælum við Brúarásskóla.

Mál í vinnslu.

Guðný Margrét Hjaltadóttir og Guðrún Ásta Friðbertsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 96. fundur - 29.08.2018

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að orkusparandi aðgerðum vegna húshitunar í Brúarásskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gengið verði til framkvæmda við orkusparandi aðgerðir vegna húshitunar í Brúarásskóla í samræmi við fyrirliggjandi áætlun. Áætlunin gerir ráð fyrir loft í vatn varmadælulausn og að fyrirhugaðar framkvæmdir skili sér til baka í lækkuðum húshitunarkostnaði á 6 til 7 ára bili.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104. fundur - 09.01.2019

Kjartan Róbertsson og Guðmundur Þorsteinn Bergsson kynntu stöðu máls við varmadælu við Brúarás.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur yfirmanni eignasjóðs að taka saman heildarorkunotkun skólans út frá fyrirliggjandi tilboðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 105. fundur - 23.01.2019

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að orkusparandi aðgerðum vegna húshitunar í Brúarásskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur yfirmanni eignasjóðs að skoða aðrar lausnir við húshitun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 117. fundur - 28.08.2019

Til umfjöllunar er samantekt á varmadælulausnum fyrir
Brúarás.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 118. fundur - 11.09.2019

Til umfjöllunar er samantekt á varmadælulausnum fyrir Brúarás.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði tilboða um jarðborun og varmadælulausn sem gengur út á vatn í vatn við Brúarásskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.