Heilbrigðiseftirlit Austurlands óskar eftir að á vegum sveitarfélagsins verði ráðist í átak til að fækka villiköttum á Egilsstöðum og í Fellabæ í samræmi við samþykkt nr. 912/2005 um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna tillögur að fyrirkomulagi átaks til að fækka villiköttum fyrir næsta fund nefndarinnar.
Heilbrigðiseftirlit Austurlands óskar eftir að á vegum sveitarfélagsins verði ráðist í átak til að fækka villiköttum á Egilsstöðum og í Fellabæ í samræmi við samþykkt nr. 912/2005 um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmönnum að ganga í átak til föngunar villikatta á Egilsstöðum og í Fellabæ skv. fyrirliggjandi verklagi í febrúar og/eða mars eftir því sem hentar vegna veðurs og annarra verkefna. Umhverfis- og framkvæmdarnefnd leggur jafnframt til að samhliða átaki verði íbúar hvattir til að skrá gæludýr sín.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna tillögur að fyrirkomulagi átaks til að fækka villiköttum fyrir næsta fund nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.