Umsókn um framkvæmdaleyfis vegna byggingar Kröflulínu 3.

Málsnúmer 201902069

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 106. fundur - 13.02.2019

Með erindi dags. 11. júlí 2018 óskar Guðmundur Ingi Ásmundsson, f.h. Landsnets eftir framkvæmdaleyfi til uppbyggingar Kröflulínu 3, innan marka Fljótsdalshéraðs. Kröflulína 3. tengir Kröflustöð og Fljótsdalsstöð.

Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. og 6. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 fyrir framkvæmdinni Kröflulína 3, 220 kV háspennulína. Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrirliggjandi. Sótt er um framkvæmdina á grundvelli Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrir háspennulínum sbr. 1. mgr. 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000. Í breytingatillögum aðalskipulaga nágrannasveitarfélaga Fljótsdalshéraðs er einnig gert ráð fyrir framkvæmdinni.
Meðfylgjandi umsókn eru gögn vegna framkvæmdaleyfisumsóknar, sbr. sérstaklega 2. og 3. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000. Lýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis, dags mars 2016, sem er aðalþáttur gagnanna er tekið saman af verkfræðistofunni Eflu. ehf. f.h. Landsnets hf. Er vísað til hennar um frekari skýringar og lýsingar á framkvæmdinni. Lýsingin er þannig hluti þessarar umsóknar Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti drög að samningi um eftirlit Umhverfisstofnunar með framkvæmdinni sbr. 76. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 107. fundur - 27.02.2019

Með erindi dags. 11. júlí 2018 óskar Guðmundur Ingi Ásmundsson, f.h. Landsnets eftir framkvæmdaleyfi til uppbyggingar Kröflulínu 3, innan marka Fljótsdalshéraðs. Kröflulína 3. tengir Kröflustöð og Fljótsdalsstöð.
Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. og 6. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 fyrir framkvæmdinni Kröflulína 3, 220 kV háspennulína. Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrirliggjandi. Sótt er um framkvæmdina á grundvelli Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrir háspennulínum sbr. 1. mgr. 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000. Í breytingatillögum aðalskipulaga nágrannasveitarfélaga Fljótsdalshéraðs er einnig gert ráð fyrir framkvæmdinni.
Meðfylgjandi umsókn eru gögn vegna framkvæmdaleyfisumsóknar, sbr. sérstaklega 2. og 3. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000. Lýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis frá júlí 2018, sem er aðalþáttur gagnanna, er tekið saman af verkfræðistofunni Eflu. ehf. f.h. Landsnets hf.
Er vísað til hennar um frekari skýringar og lýsingar á framkvæmdinni. Lýsingin er þannig hluti þessarar umsóknar Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Nefndin telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir henni í framlögðum gögnum. Fyrirhuguð framkvæmd uppfyllir skv. áliti Skipulagsstofnunar frá 6. desember 2017 skilyrði 1. mgr. 14. gr. skipulagslaga um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna matsskyldra framkvæmda vegna sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum Kröflulínu 3.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að umsókn Landsnets vegna Kröflulínu 3 innan Fljótsdalshéraðs verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.